Teygjur út í tómið

     Meðan naprir vindar blása í tilveru lítillar þjóðar, svartsýni hvarvetna og svartnætti óvissunnar blasir við, ríkir værð í tilveru okkar feðga.  Ilmur fyllir vit okkar og teygjur út í tómið virðast fjarlægar.  Skuggar framtíðar virðast hafa runnið saman við skugga fortíðar og svalinn sem því fylgir fyllir okkur vellíðan.  Værð dag eftir dag og litli kúturinn í draumahlutverkinu frá morgni til kvölds.  Hann fyllir okkur hamingju og gleði svo ekki sé minnst á þakklæti til almættisins sem gerir þetta allt mögulegt.  Vafalast brosir Hann niður til okkar sem endalaust rekumst á sömu hindranirnar í leit okkar að hamingju en leiðin virðist svo oft liggja í stóran hring.  Það er því ekki skrýtið þótt við könnumst alltaf við okkur á slóðum sem eiga að vera ókunnar en eru það ekki í raun.  Þolinmæði og þrautseigja eru það sem þarf í leitinni að værð og vellíðan og ekki er verra ef í kjölfarinu fylgja ávextir liðinna ára og halda manni við efnið.

 

     Bjartsýni er á bænum og þótt kaldir sveipir fari ekki fram hjá okkur í skjóli trjánna erum við tilbúnir í hvað sem er.  Við þjöppum okkur einfaldlega betur saman ef þurfa þykir.  Eldri kúturinn er að undirbúa nýtt upphaf og þótt þau séu orðin nokkur er hann bjartsýnn og glaður.  Hann kallaði þann gamla á enn einn fundinn í gær, „opinbert ávarp“ var flutt við eldhúsborðið.  Hann opnaði hjarta sitt og fór í gegnum sömu hluti og svo oft áður.  Faðmlag og hvatning lá í loftinu og nýtt aðgerðarplan gefið út.  Slæmum hlutum afstýrt á ögurstundu, ekki bara hjá heilli þjóð heldur líka hjá einlægum kút.  „Hvernig færi ég að ef ég hefði þig ekki pabbi minn“.  Sá gamli varð meir og enn var Almættinu þakkað.

     Við höldum því áfram glaðir og bjartsýnir því koma okkar til skugga framtíðar markar aðeins upphaf á þessari löngu hamingjuleið.

 

Kæru vinir.  Nýr kafli væri ekki rétta orðið heldur nýr hringur í áður sögðum sögum.

Við feðgar erum líklega komnir aftur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Verið innilega velkomnir

Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Dásamlegt Júdas... var farin að sakna. Gangi ykkur allt í haginn fallegu feðgar 

Linda Lea Bogadóttir, 7.10.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: JEG

Velkomnir aftur Gullkútar.

JEG, 9.10.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 48617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband