8.10.2008 | 08:20
Værðin er ódýr og þögnin kostar ekki neitt.
Á meðan menn karpa í útvarpinu um efnahagsmálin og yfirtökur á bönkum sit ég með bollann við eldhúsborðið dreyminn. Kútarnir sofandi í sitthvoru herberginu og erfiðleikar komandi dags virðast léttvægir í samanburði við upphrópanir ljósvakans. Báðir þurfa þó að glíma við sitt í vöku og á sumum stundum virðist það óyfirstíganlegt. Litli kútur kemur daglega með járnbrautarlestina sína sem tók upp á því að keyra ekki sjálf eftir teinunum og ætlar ekki að skilja það að hún kemur ekki til með að geta það aftur en vandræðin eru heil mikil. Einnig heldur hann fast í Láka bókina sína sem lenti í baðkarinu og límdist öll saman þegar hún þornaði. Það má ekki henda henni og hann reynir að fá hana lesna fyrir sig daglega og þessi vandræði eru talsvert stór hjá litlum kúti. Sá eldri er að skipuleggja framtíð sína og glímuna við sjálfan sig og þar skiptast á skin og skúrir. Í gærdag virtust flest sund lokuð en nokkrum tímum seinna brosti gæfan við honum. Öll hans orka fer í þetta en ég veit að hann hefur betur. Væntingavísitala hans jafnar sig klárlega síðar í vikunni svo ekki sé talað um kútagengið en gamli maðurinn er vanur að fastsetja það við þessar aðstæður og allar líkur á að það komi upp án nokkurrar íhlutunar annarra en Almættisins. Í þessum ólgusjó virðist fátt bíta á Júdasi því ef það snýst ekki um tilfinningar er hann sterkur á svellinu. Nægjusemi og einfaldleiki undanfarinna ára skilja ekki eftir sig skuldahala, yfirdrætti eða bjartsýnisbréf og síðast þegar ég vissi kostaði værðin lítið og þögnin ekki neitt. Við kútafeðgar höldum því sjó, lestin verður skrúfuð í sundur og skoðuð í kvöld og fullur stuðningur og faðmlög koma þeim eldri á fætur aftur. Svo er ég ekki frá því að ég muni bara söguna um Láka jarðálf.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 09:37
Linda Lea Bogadóttir, 8.10.2008 kl. 14:23
Skemmtilegt
Bullukolla, 8.10.2008 kl. 15:11
JEG, 9.10.2008 kl. 00:08
sakna skrifa þinna Júdas....þú ert einn af fáum almennilegum bloggurum ...sem fá mann til að muna eftir að lífið snýst um fleira en peninga
eigðu góðan dag og megi blogg-andinn birtast þér
Guðný Bjarna, 23.10.2008 kl. 14:18
...kveðjur úr múmíndalnum.
múminstelpan (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.