Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
5.10.2007 | 11:27
Svik við hvern?
Ég er að reyna að vera duglegur að koma þankagang mínum á bloggið en gengur það ekki vel. Mér finnst sumt ekki eiga heima hérna en því skildi ég hugsa þannig? Það les þetta hvort sem er ekki nokkur maður sem betur fer því það veit enginn af þessu. Ég hef sagt einni einustu manneskju frá því að ég sé farinn að blogga en vildi ekki segja henni slóðina eða hvaða nick ég notaði. Ég notaði þetta nick í mörg ár, fyrir mörgum árum þegar ég flokkaðist undir það að vera Irkari á upphafsárum þess. Líklega vegna ákveðinnar nafnleyndar eða dulúðar sem því fylgdi að vera irkari. Mér fannst líka þá og finnst enn ég hafa svikið sjálfan mig í svo mörgu og í raun aldrei talið mig nema miðlungsmann í öllu. Ekki góðan í neinu og reyndar ekki lélegan í mörgu heldur en hver vill ekki tróna svolítið í einhverju. Ég vil reyndar fullyrða að ég sé góður faðir og hef oft fengið að heyra það en ef ég gref dýpra er ég hreint ekki viss um það. Er allavega ekki vondur faðir, það er alveg ljóst. Ég skil ekki af hverju ég er alltaf svona væminn þegar ég fer inn á bloggið en í upphafi ætlaði ég að commenta grimmt á atburði líðandi tíma en einhvern veginn er bara þessi tími í lífi mínu og líðan að væmnin er yfirsterkari og því verður þetta bara að vera svona þar til næsta tímabil tekur við. Ég veit að það verður kvenfyrirlitningar tímabilið en það stendur stutt og endar vafalaust með því að einhver kona leggur fyrir mig snöru og heillar mig upp úr skónum. Sennilega verður snaran að vera lögð við innganginn á húsinu mínu eða inni í forstofu, jafnvel í leikskólanum því ég fer ekki víða utan vinnu. Ég reikna ekki með því að verða húkkaður í Laugum í svona sterku ljósi með alla þessa yfirborðsgæðinga í fremri sætunum. Þegar ég fer yfir listann yfir þá sem koma á hurðina hjá mér og inn í forstofu er listinn ekki langur og aðeins 15 % af honum af gagnstæðu kyni. Pitsusendlar, fólk sem fer húsavillt, vottar jehova, blaðberar, má ég lesa af rafmagninu hjá þér fólk, pakkasendlar, og svo auðvitað félagar eldri stráksins, jú og barnsmóðir mín. Þetta er ekki álitlegur listi fyrir utan barnsmóðurina sem lendir í kemur ekki til greina aftur flokknum þótt ljúf sé. Ég örvænti þó alls ekki, kann vel við einsemdina sem er ekki algjör með drengina mína tvo hjá mér.
Ég er heima í dag vegna hita, beinverkja ofl, en það gerist ekki nema einu sinni á ári og vil ég frekar kalla það aumingjaskap en veikindi. Ég efast alltaf um það að ég sé raunverulega veikur þá sjaldan að þetta gerist þótt hitamælirinn sýni tvær gráður yfir 37, held að það sé verri kostur að vera heima með samviskubit en fara bara í vinnu og harka af sér. Það jákvæða við daginn er rigningin og rigningarspáin fyrir helgina. Ekkert betra og ljúfara fyrir sálartetrið en rigning, rigningarhljóð og værðin sem færist yfir allt. Ég þarf að vera duglegur um helgina að læra og hlusta á fyrirlestra en er samt að vinna svo ég verð að gera það á kvöldin yfir kaffibolla, litli kúturinn kominn til mömmu sinnar í viku og sá eldri spilandi tónlist úr tölvunni, lokaður inni í herbergi og bassinn í botni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar