Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Júdas hefur "allt"

     Er það svona að eiga þrjú börn?

     Vakna klukkan hálf fimm og hlusta á þögnina.

 

 

     Finnast biðin vera á enda.  Finnast allir hlutir fengnir.  Finnast lífið jafnvel of stutt til að geta notið þessara gjafa.  Finna fyrir þakklæti af öllu hjarta til almættisins.  Finna fyrir ró.  Finna fyrir frið.  Finna fyrir værð.

 

 

     Hann var hversdagslegur  morguninn þegar lítil kútína leit dagsins ljós.  Svo falleg og nett með mikið svart hár.  Hversdagsleikinn lét undan og dagur tilfinninga var tekinn við.  Hún vakti lengi þennan morgun eins og til að gefa sér góðan tíma til að virða fyrir sér þessi tvö brosandi andlit sem á hana störðu stolt með gleði tár í augum.

 

 

     Mér er það ljóst að fyrirsögnin á Júdasarblogginu á ekki lengur við en ég ætla þó að láta það standa.  Biðin er á enda og Júdas hefur fengið það sem hann þráði. Júdas hefur „allt“. Einn kútur er kraftaverk, tveir kútar eru þakkar verðir, þrjú börn eru náð.  Óverðskulduð gæska almættisins.


Stundin nálgast

Stundin nálgast.

 

Ef til vill var þetta frá upphafi áætlun þess en bráðlæti ungs manns og tilraunir hans til að flýta þessu bættu engu við það.

 

 

Gleðin og eftirvæntingin í kotinu er mikil, litli kúturinn með allt á hreinu og sá eldri dæsir og brosir út í annað.  Litli búinn að týna til allskyns dót sem honum þykir vænt um handa litlu systur og sá eldri ætlar að standa vörð um hana síðar.

 

 

Unga konan, bæði þreytt og þrútin, þolinmóð og tilfinningarík. 

Hvað ef kútínan væri svo bara kútur!

 

Gleðin yrði jafn mikil.

 


Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband