Einmanaleg heimkoma

Einmanaleg heimkoma hjá Júdasi.  Peysan hennar hangir á stólnum og jakkinn frammi í forstofu, tölvan hennar á sófaborðinu og síminn í eldhúsinu en hún er ekki þarna og enginn ilmur.  Ekki það að Júdas hafi ekki vitað það heldur fyllir tómleikatilfinning hann því hann vissi að hún yrði ekki til staðar.  Unga konan var farin, farin að leita sér að ferskum vindum svo hún gæti haldið áfram að vera þessi ferski andvari hreiðursins sem hún var áður en svikulir straumar hrifu hana á braut.  Allir héldu að þeir væru ekki lengur til en það var aðeins gróið yfir þá.  Það var þá sem Júdas stóð upp.  Hann hafði ekki barist fyrir ungu konuna, litla Júdas, kútinn og kútínuna til að láta taka eitthvert  þeirra frá sér.  Aldeilis ekki. Og ekki voru spilin gefin á þann veg sem ætla mætti heldur kom óvinurinn eins og þjófur að nóttu.  Aldrei aftur mun Júdas gleyma því að unga konan þrátt fyrir alla þessa fegurð, móðurást, elsku og endalausan ilm var á sínum tíma hrifin úr hyldýpinu af almættinu til að fylgja eftir gömlum manni og uppfylla þannig værðina sem þeim hafði verið lofuð.

Júdas hefur áður beðið værðar og mun gera það hér og nú þar til hlutirnir renna saman á ný enda í dag talsmaður bæði kúts og kútínu sem eiga rétt á sömu værð og við.

Sársaukinn verður látinn víkja og sting hjartans ekki gefinn gaumur, hreiðrinu skal haldið opnu enda kalla ungarnir á ilminn og Júdas bíður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 48670

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband