Tími uppbyggingar er framundan

     Loksins sofnaði Júdas og svaf af sér kvöldið og nóttina til morguns.  Áhyggjur af því sem var og yrði voru í höndum huggarans og auðmýkt og traust voru allt sem þurfti.  Júdas gerir sér samt grein fyrir því að þessu er ef til vill aldrei lokið og hvort tími huggunar sé kominn veit hann ekki en alveg ljóst að tími uppbyggingar er framundan, tími faðmlaga og tími sannleikans. Steinum hefur verið kastað og nú skulum við tína þá saman.  Við skulum tala og þegja ekki, við skulum elskast og stoppa ekki, við skulum byggja upp og láta ekkert stoppa okkur.

 

Sannleikurinn sem fellst í orðum Predikarans eru orðin Júdasi ljúf í eyrum.  Svona er einfaldleikinn, svona er hversdagsleikinn, svona er líf Júdasar og Ungu konunnar.

 

Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma,

að gróðursetja hefir sinn tíma og að rífa það upp,

sem gróðursett hefir verið, hefir sinn tíma,

að deyða hefir sinn tíma og að lækna hefir sinn tíma,

að rífa niður hefir sinn tíma

og að byggja upp hefir sinn tíma,

að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma,

að kveina hefir sinn tíma og að dansa hefir sinn tíma,

að kasta steinum hefir sinn tíma

og að tína saman steina hefir sinn tíma,

að faðmast hefir sinn tíma

 

Júdas velti þessu líka fyrir sér í nóvember 2007,

 http://judas.blog.is/blog/judas/entry/361347

Hring eftir hring!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband