Í höndum hennar verður hann leir

    Dagarnir líða en líklega er Júdas farinn að tjá sig í hring.  Sömu hugsanirnar sækja á hann aftur og aftur og þótt rödd hennar gleðji hann og fylli hann bjartsýni þarf lítið til að hjartað herpist  saman og nístandi stingurinn taki við og hann rifji upp hlaupin á hæðunum þegar hann hrópaði nafn hennar og hélt að hann hefði misst hana.   Þótt sársaukinn sé meiri er gleðin jafn lítil og hún var þegar leiðir skildu hér áður og Júdas tók eftir því að gleðiefni hversdagsins væru horfin og jafnvel regnið var hætt að vera svalandi.  Nú þegar sólin skín og vorhugur sækir á menn virðist hausta hjá gömlum manni sem veit þó að vorið er ekki langt undan.  Skyldi það vera óvissan sem ekki verður flúin eða hræðslan við að mistakast að raða saman þeim brotum sem liggja allt í kringum sálartetrið ? Júdas vill samt að Unga konan fái þann tíma sem hún þarf.   Það læðast þó að honum vangaveltur um það hvort það eigi alltaf að vera hann sem láti undan, hann sem gefi eftir, hann sem hugsi um aðra, hann sem jafnvel lætur ávíta sig fyrir það eitt að vera ekki eins og einhver vill að hann sé.  Geri ekkert, fari ekkert, vilji ekkert  og njóti hversdagsleikans of mikið. Eitt má þó Júdas eiga.  Hann Er.  Sé einhver ekki sátur við það getur sá hinn sami farið…………

 

Júdas veit samt að í höndum hennar verður hann leir, en það gerir samt ekkert til því hún er góð, ljúf og yndisleg.  Hún ilmar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 48617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband