11.11.2007 | 21:46
Hann vaknaði upp við vondan draum
Hann vaknaði upp við vondan draum, það var eitthvað öðruvísi en það hafði verið. Hún var aldrei hjá honum. Hún sem alltaf var að bíða eftir honum var allt í einu hætt að bíða, farin, horfin eða þurfti að fara, skreppa, kem seinna, kem seint, vilt þú svæfa kútinn? Ekki vaka eftir mér. Hann að skipuleggja fallega ferð til Frakklands, ástarferð með kútinn, en hún hafði áhyggjur af öllu, ferðin of löng, ferðin og seint, ferðin svona og ferðin hinsegin. Hann hélt í vonina, dekraði meira, faðmaði hana kalda og breiddi yfir hana, ylurinn hlýtur að vaxa. Einn hér og einn þar. Hvar var konan sem tældi mig, hvar var konan sem lagði snörurnar, hvar var konan sem beið, hvar var konan sem gaf af sér. Vikur og mánuðir, kem seint, þarf að skreppa, efasemdir, brotið traust, dapurleiki.................Þetta stenst ekki.
Unga konan er farin, fyrr en ég átti vona á en gleðin og hamingjan láta bíða eftir sér.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
tilfinningar
-
tolliagustar
-
lindalea
-
kisabella
-
siggasin
-
saxi
-
svavaralfred
-
ein
-
gisgis
-
totally
-
mofi
-
vilborgo
-
rebby
-
scorpio
-
gurrihar
-
erla1001
-
stormsker
-
aslaugh
-
jensgud
-
eggmann
-
blossom
-
gretaulfs
-
limran
-
malacai
-
arabina
-
toshiki
-
gurkan
-
gelin
-
asarich
-
kona
-
neytendatalsmadur
-
myndamen
-
brandarar
-
little-miss-silly
-
rose
-
hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 11.11.2007 kl. 21:59
Hún kemur. Vildi að ég gæti gefið þér stóran knús . . . og tæki þá sjálf knús í leiðinni ;) 3/7 bloggvina þinna eru Akureyringar
? ? ?
Ekki örvænta. Á svona stundum áttu að setjast niður og leyfa huganum að dreyma. Hugsaðu um allt það yndislega sem allt eins gæti gerst á morgun, hinn eða hinn. Það óvænta er spennandi því það er eitthvað sem er nýtt.
Vonandi kemst þín fyrrverandi yfir sinn vanda.
Fiðrildi, 12.11.2007 kl. 00:43
Júdas, 12.11.2007 kl. 07:44
Myndin segir meira en mörg orð. Hættu nú að snúa þessu á hvolf drengur, hún elskaði þig víst, en bara á sinn hátt og svo má kannski setja spurningamerki við hvort hún hafi elskað þig nógu mikið. Ég hef bara aldrei fattað hvernig og með hverju er hægt að mæla ást, tommustokk eða vigt...
En ég þykist samt sjá það að hún elskar sjálfa sig alls ekki nógu mikið.... Og takk fyrir að segja að ég sé yndisleg, mér þykir vænt um það
Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 08:10
Gæti ekki verið Jónínu meira sammála. Hvernig hver og einn elskar hverju sinni segir til um þroska viðkomandi. Við getum ekki alltaf ætlast til að annar elski okkur á sama hátt og við elskum.
Að þér skuli sárna segir líklega til um að þér enn þyki vænt um viðkomandi meira en í meðallagi og það er það fallegasta. Þá er það líklega ást án þess að vera eigingjörn . . . heyra í mér . . . ég sem aldrei skil þessa blessuðu ást sjálf
Fiðrildi, 12.11.2007 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.