20.11.2007 | 18:42
Pabbi hlýddu mér bara
Ég var að máta nýja peysu rétt áðan og kalla á unglingskútinn til að gefa mér einkunn. Hann kemur labbandi fram og er ekki fyrr kominn í holið og búinn að berja pabba sinn augum en hann hristir höfuðið og segir: nei nei pabbi, ekki þetta svo renndi hann niður peysunni nánast svo sá í leggina á mér eða hér um bil. Bíddu, ég er ekki að fara í hana til að fara svo nánast úr henni aftur góði. Pabbi hlýddu mér bara, þetta á að vera svona. Ég er ekki heldur að fara á grímuball ef þú heldur það..........það mætti halda að þú værir að fara á date eða eitthvað sagði hann og hleypti í brýrnar. Finnst þér það líklegt vinur minn sagði gamli með hneykslunarsvip. Tja, þú ert búinn að vera að æfa á fullu síðustu daga svo................ertu að fara á date? Vinur, finnst þér það líklegt, hugsaðu þig um í 15 sekúndur.................... Nei pabbi, líklega ekki en þú ættir að gera það, svo var hann horfinn inn í herbergi og hækkaði í tónlistinni. Meira að segja hann hefur ekki trú á mér í þessu blessaður drengurinn.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Létt fæði, æfingar, ljós . . . og nú ný peysa mátuð fyrir framan spegil . . . og álits óskað. Ég segi nú bara eins og unglingurinn . . . það mætti halda að þú værir að fara á date eða eitthvað ?
Fiðrildi, 20.11.2007 kl. 20:03
Mér þætti vænt um að geta fengið að hugsa að hann væri að fara á date fyrir spegilinn... svona til að byrja með
Jónína Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 20:05
Tja.....hva....það tók nú unglinginn ekki nema 15 sec að komast að því að það gat nú ekki verið og þó veit hann um flestar ferðir föður síns...... en aðeins flestar.
Júdas, 20.11.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.