Ef til vill er gátan leyst

     Svefnlaus nóttin og spennuþrunginn dagurinn, allt náði hámarki sínu yfir kaffibolla.  Hún var sjarmerandi, seiðandi, lífsglöð og falleg, þroskuð en leitandi.  Hann var bara hann.  Spurningar og svör, vangaveltur og lífsspeki,  spurningarnar fleiri en svörin.  Þótt tvö leggist á eitt með að leysa lífsins gátur er ekkert víst að fleiri spurningum verði svarað.  Getur verið að svörin verði að finna með því einu að prófa og reka sig á?  Getur verið að þeir sem ekki prófi og þeir sem ekki reki sig á finni aldrei svörin?  Getur það verið áhættunnar virði að stíga fram í óvissu?   Getur það verið að ef aldrei yrði tekin nein áhætta og aldrei farið úr eigin sporum sé einfaldlega gengið í hringi og aftur og aftur komið að sömu sporum sem í versta falli dýpka en eru kunnugleg við hvert fótmál?  Getur það verið að ef manni líki ekki eigin farinn vegur sé eina leiðin sú að síga út úr eigin förum og feta ókunnar slóðir í von um bjartari  og sæluríkari tíma?  Getur það verið að hægt sé að  bæta ekki einungis slæmar stundir heldur líka þær góðu?  Getur það verið að þær góðu gætu orðið enn betri og verið áhættunnar virði eða hvað?   Júdas vaknaðu og lestu þetta yfir, ef til vill er gátan leyst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú getur auðvitað ekki vitað hvað er við endann á ókunnugu slóðinni, en það hlýtur samt alltaf að vera tilbreyting. Ekki fer ég nú fram á mikið meira af lífinu... kannski þess vegna er ég bara töluvert sátt....

Jónína Dúadóttir, 22.11.2007 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband