24.11.2007 | 17:38
Bloggtregða
Ég finn að ég er haldinn enn einni bloggtregðunni sem lýsir sér þannig að mig langar til að blogga og er í mikilli þörf fyrir að hleypa út tilfinningum en kem engu niður. Veit ekki hvort ég er glaður eða leiður, hamingjusamur eða óhamingjusamur, góður faðir eða slæmur faðir, jákvæður eða neikvæður. Ég er enn einn daginn til hliðar við tilveruna, brosi út að eyrum og hleyp til þegar kútarnir mínir kalla á mig eða bregður fyrir en er samt tómur í hjartanu og bara Er. Ég gæti líklega skrifað þetta með eintómum tilvísunum í eldri blogg því þetta er alltaf eins. Sjá blogg 19 nóv kl 07:47 8.línu en síðan er góð skýring á hinu í bloggi 26. nóv kl 22:45 lína 5-10.......segi svona.
Við litli kútur fórum í Laugar um hádegi og þótt við værum sitt í hvoru lagi höfðum við báðir óvenju gott af þess og ætlaði ég varla að geta náð honum úr Sprotalandi það var svo gaman. Örlítil slagsmál við að klæða hann en það er eitthvað nýtt því ég er búinn að slást við hann í þau skipti síðan í gær sem ég hef þurft að klæða hann í föt. Ég með þolinmæðisstillinguna í botni og hann með hrekkja og ólátastillinguna í botni líka. Á ég að trúa því að hann verði líkur pabba sínum?
Eftir æfingu fórum við í kringluna og þar röltum við í hringi horfandi á hamingjusamt fólk leiðast hönd í hönd, takandi saman ákvarðanir um alla hluti, hlægjandi, brosandi, leiðandi kúta og prinsessur eða keyrandi með þau í kerrum. Eintóm hamingja, gleði og hlátrasköll. Litli virtist skemmta sér ágætlega á meðan pabbi gamli í einhverskonar leiðslu horfði á úr nálægri fjarlægð. Hvernig verða jólin?
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
. . . veistu . . þetta er að ganga. Kannast við þetta allt saman. Sýkingin getur verið þrálát og erfið . . . en ónæmi finnst gegn henni á endanum.
Allt fólkið í pörum gerir mér líka stundum lífið leiðara en það er líka að missa af mörgu sem þú ert að upplifa. Tíminn er að gera þig tilbúinn til þess ekki bara að vera í pari heldur einnig að njóta þess að vera í pari ;)
Þannig er ég farin að líta á það.
Fiðrildi, 24.11.2007 kl. 21:00
Ég er hættur að vita nokkuð um þetta svei mér þá en það er klárt mál að ég á ekki að vera einn. Því ætti ég að vera það þegar ég þrái annað? Finn ekki kaffiilm þegar ég vakna, eða bíð með uppáhellingu og dekkað borð eftir að hún vakni.......... spenntur. Eftirvænting, blíðuhót, dálæti, kærleikur, ást..........
Júdas, 24.11.2007 kl. 21:48
já vissulega en það er ekki nóg að vakna upp á undan einhverri með kaffið tilbúið. Kaffið þarf að vera handa hinni réttu . . og sú sem vaknar þarf að fá kaffið frá þeim rétta. Þess vegna er þessi yndislega pörun svona erfið
Fiðrildi, 25.11.2007 kl. 01:36
Góðan dag elsku dúllurnar mínar, þið eigið alla mína samúð.... í tvær mínútur... Getur verið að þið séuð að flækja þetta um of ? Eins og við vitum öll þá eru bæði góðar og slæmar hliðar á sambúðum og líka á einlífinu... Búin að prófa hvorutveggja og get ekki sagt að annað hafi verið betra en hitt, nema stundum kannski.... En mér finnst virkilega gaman að fylgjast með þessum pælingum
Jónína Dúadóttir, 25.11.2007 kl. 08:38
Þið eruð ljúfar og vinátta ykkar verður ekki metin. Ég fann fyrir hræðslu í gær, andleysi og finnst ég hafa brugðist öllum sem sem á mig stóluðu. En nýr dagur gefur af sér nýjar vonir og morgnarnir eru mínir.
Júdas, 25.11.2007 kl. 10:12
Líttu í kringum þig drengur, hverjir búa hjá þér og af hverju ?
Jónína Dúadóttir, 25.11.2007 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.