Dagur vonar

     Ég fann fyrir hræðslu í gærkveldi.  Hræðslu einsemdar og brostinna vona.  Ég velti því fyrir mér því ég hef alla tíð verð þakklátur maður og gert mér vel grein fyrir heilbrigði og alsnægtum mínum og minna nánustu,  hvort það væri því verði goldið á vogaskálum lífsins að ég skuli vera einn síðustu áratugi lífs míns.  Það fór um mig hrollur og yfir mig kom nístandi hræðslutilfinning þrátt fyrir sumar stundir þar sem þráhyggja einsemdar lýgur yfir sig dýrðarljóma sem aðeins er tálsýn uppgjafar og reynir hvað hún getur að skemma það sem okkur var gefið í upphafi „þau skulu vera eitt“.  Einsemd og Uppgjöf haldast því í hendur og við ættum að forðast þær systur.  Að vakna saman, vera saman, borða saman, brosa saman, búa saman, plana saman, hryggjast saman, sættast saman, búa að hreiðri saman, njótast saman, sofna saman, sofa saman, dreyma saman, það er eina rétta.  Því ástin er ekki bara það að horfast í augu heldur horfa saman fram á veginn og betur sjá tveir en einn. 

     Ég man eftir Orðum á þá leið að sá sem sífellt gáir að vindum, sáir ekki og sá sem sífellt horfir á skýin, uppsker ekki.  Og túlki svo hver sem vill.  Er verið að tala um hræðsluna sem tefur för okkar til sæluríkrar framtíðar eða er verið að tala um draumaheima sem seðja okkur um stundarsakir en koma í veg fyrir áþreifanlegar gleðistundir?  Það má enginn efast um börnin í þessu.  Gleðin og hamingjan sem þeim fylgir verður hvorki lýst með orðum, sögðum eða rituðum.  En þau koma þó aldrei í staðin fyrir maka enda var þeim það aldrei ætlað.

     Það er fallegur dagur framundan, dagur vonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagur vonar, ljúft  Elsku kallinn minn "síðustu áratugir lífs þíns" eru ekki núna ! Sjö-níu-þrettán   Hvað ertu gamall ?

Jónína Dúadóttir, 25.11.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Fiðrildi

Vá . . . FALLEG færsla.

Fiðrildi, 25.11.2007 kl. 12:09

3 identicon

Demantarnir liggja víða í kringum okkur...þurfum bara að vilja sjá þá ...:-)

NN (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband