30.11.2007 | 11:18
Sami dagurinn?
Nýr dagur og nýjar vonir. Ef til vill er þetta dagurinn...................dagur efnda. Kúturinn fer til mömmu sinnar í dag svo þetta gæti orðið dagur saknaðar eða dagur biðar. Tæplega verður þetta dagur hryggða því hún hefur verið fjærri mér undanfarði og þar af leiðandi verður þetta ekki dagur depurðar því þær vinkonur haldast gjarnan í hendur. Dagur ótta verður þetta ekki því hvað ætti ég að óttast og ekki sé ég fyrir mér dag skelfingar þótt vafalaust sé hann það einhversstaðar. Dagur mæðu verður þetta ekki og dagur böls varla heldur því böl hefur verður blessunarlega fjærri mér alla tíð, og dag erfiðleika óttast ég ekki. Í erfiðleikum hefur hinn þriðji óslítanlegi þráður haldið tilverunni í samhengi og reikna ég með því að svo verði áfram. Varla dagur dulúðar því flestir hlutir eru ljósir eða hafa verið gerðir það. Dagur væntinga verður þetta ekki því hvers ætti ég að vænta á degi eins og þessum?
Getur verið að þetta séu alltaf sömu vonirnar og þá spyr maður sig hvort verið geti að þetta sé alltaf sami dagurinn!
Við feðgar eldri göngum vængbrotnir inn í þessa helgi eins og fleiri en Ég valdi það og stend við það.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Iss skella bara brotnu vængjunum í fatla og arka í jólastuði inn í helgina
Jónína Dúadóttir, 30.11.2007 kl. 12:01
Ég stakk vængnum í vasann svo hann sveiflaðist ekki svona mikið og er ekki frá því að það virki.....
Júdas, 1.12.2007 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.