Ei skaltu stormur stæra þig

Mér fannst þetta eiga eitthvað svo vel við í dag svo ég fletti upp á því áðan þegar ég kom heim.  

 

 Ei skaltu stormur stæra þig,

því stráið, sem þú braust

var allra jarðar-grasa grennst

á grund, og varnarlaust.

 Og burt var sumar-safi þess

og sveigja, undir haust.

 

Það hafði barist vinda við

og vorkul nætur svalt.

Þó skini sólin sterkt á storð,

varð stundum nokkur kalt.

En lífið á þann leyndardóm

og líkn-að þola allt.

 

Þú hverfur, eyðist. Enginn man

þín áhlaup grimm og skjót.

En grasið rís úr gröf á ný

og grær á sinni rót.

Það stemmir enginn stigu þess,

sem stefnir himni mót.

K.Djúp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þar sem er von þar er líf

Jónína Dúadóttir, 1.12.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Júdas

Ég er á einhverju ljóðaflippi þessa dagana    það er ljóst.

Júdas, 1.12.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband