1.12.2007 | 14:06
Fyrstu brosin
Þessi dagur ætlar vel af stað. Það er mikil værð í loftinu og þegar ég kom fram í morgun leið mér vel þótt greinilegt væri að litla kútinn vantaði. Þegar unglingskúturinn minn kom heim úr vinnunni í gærkveldi kom hann með pizzur og við eins og hungraðir úlfar rifum þær í okkur því hann hafði beðið mig um að bíða með matargerð þar til hann kæmi heim svo þetta var greinilega undirbúð. Kaffi og ögn af súkkulaði leiddi mig inn í kvöldið, ég gluggaði í bækur og endaði á því að skoða video-fæla af litla kútnum og fékk það mig til að brosa allan hringinn og í raun sofnaði ég þarna í sófanum með tölvuna ofan á mér en kom mér inn í rúm eftir miðnætti. Þarna voru myndir af fyrstu brosunum en ég man að ég fór heim úr vinnunni til að sjá það sem við töldum vera fyrstu brosin og einnig myndir af fyrstu máltíðinni sem hann borðaði sjálfur með gaffli og greinilegt að þar fór saman lagni og þrautseigja. Faðmlög og kossar, föðurást og bróðurást, allur pakkinn. Ég er ekki frá því að kökkur hafi komið í hálsinn og tár í augun ásamt mikilli gleði yfir þeim forréttindum að eignast og fá að fylgjast með þroska og vexti tveggja kúta síðustu 16 árin. Það var hlýtt í kotinu þótt úti væri næðingur, kaffiilmur og værð.............
Þetta er greinilega veganesti þessa dags en ég keyrði þann eldri í vinnuna í morgun og hélt mína leið út í blákaldan en yndislegan hversdagsleikann tilbúinn í nánast hvað sem er, jafnvel þótt vængbrotinn sé í viku og hjartsláttur minn slái ekki í takt við annan....... í óræðan tíma.
Kæru vinir, eigið góðan dag.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 1.12.2007 kl. 18:05
Yndislegt :) . . . en mikið öfunda ég þig af hlýjunni. Allir mínir ofnar eru kaldir þótt nýjir séu
Fiðrildi, 2.12.2007 kl. 02:39
Það þarf eitthvað að kíkka á ofnana hjá þér, en er hjartað ekki hlýtt?
Júdas, 2.12.2007 kl. 06:39
Góðan dag kæri bloggvinur
Jónína Dúadóttir, 2.12.2007 kl. 07:25
Góðan daginn kæra
Júdas, 2.12.2007 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.