Enginn kútur

Þá er ég kominn heim í kotið...........einn.   Það fer sko ekki framhjá mér því ég er búinn að ganga um gólf í hálftíma en er nú loksins sestur niður.  Mamma kútsins sótti hann á leikskólann en hringdi hinsvegar í mig í dag og sagði mér að hún væri búin að vera ómöguleg og ekki getað unnið út af grátköstum og þess háttar í nokkra daga.  Ég hvatti hana til að taka kútinn en láta mig strax vita ef hún teldi sig ekki geta sinnt honum og þá myndi ég sækja hann.  Eins væri í góðu lagi að ég væri með hann á kvöldin og nóttunni en hún gæti sótt hann til mín á daginn.  Þetta kemur í ljós en ég vil þótt ég sakni hans að hann fái notið samvista við móður sína til jafns við mig því það er honum fyrir bestu.

Unglingskúturinn æddi hérna inn áðan, stökk í 15 sekúndna sturtu, klæddi sig og á leiðinni út aftur hrópaði hann upp stigann,  „hvar er kúturinn?“  Þegar ég svaraði því heyrði ég „ohh“  rétt áður en útidyrahurðinni var skellt og bíll félaganna spólaði af stað hérna fyrir utan.    

Ég er að hugsa um að henda mér í sturtu og leggjast svo upp í sófa og lesa jafnvel blogg frekar en ekki.  Ætli ég panti mér svo ekki bara mat?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag Hvað var svo í matinn ?

Jónína Dúadóttir, 12.1.2008 kl. 06:57

2 Smámynd: Júdas

Góðan dag.   Ég þótt latur vær hitaði mér upp frá deginum áður.  Leit of vel út til að nýta það ekki.

Júdas, 12.1.2008 kl. 07:49

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hin eina og sanna hagsýna húsmóðir þarna á ferð

Jónína Dúadóttir, 12.1.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 48678

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband