12.1.2008 | 22:52
Gleðin er fífill í garði manns
Þessi dagur hefur liðið hratt. Litli kútur kom í heimsókn áðan með ungu konunni til að sækja bleiur og lék hann á alls oddi, greinilega ánægður með bestu mömmu í heimi. Það er gleðiefni dagsins í bland við tómleikatilfinningu sem einhvern veginn þarf að fylla upp í. Ís væri bara fylling í klukkutíma eða svo, svefn bara til morguns, kona bara í fjögur ár og svo dapurleiki í eitt ár. Það er úr vöndu að ráða svo ég ætla mér að leggjast í ljóðabækur og sjá hvað gerist. Ekki slæmur kostur að verða fullur af ljóðum. Hér kemur eitt gott.
Gleðin er fífill
í garði manns
og ljóð, sem vaknar
á vörum hans-
vaknar af leiknum
liðlangan dag,
þegar fífillinn sofnar
um sólarlag.
Þorst.Vald.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll vinur - ég leyfi mér að kalla þig vin, vegna þess að ég er nánast búin að nota allan daginn í dag til að lesa "þig" frá byrjun - í september- og öll "kommentin" líka o.þ.a.l. finnst mér ég vera komin í vinatölu Ég tel þig alveg einstaklega áhugaverðan bloggara sem ég á alveg örugglega eftir að fylgjast með.
Mig langar til að senda þér tvö lítil og létt úr ljóðabók Jónasar Hallgrímssonar sem að Tómas Guðmundsson gaf út árið 1956:
Jólavísa:
Jólum mínum uni ég enn, -
og þótt stolið hafi
hæstum guði heimskir menn, hef ég til þess rökin tvenn,
að á sælum sanni er enginn vafi.
Sparnaður:
Eg er kominn upp á það,
allra þakka verðast,
að sitja kyrr í sama stað,
og samt vera að ferðast.
Ef enginn talar orð við þig,
- á það skylduð hlýða! -
þá er að tala við sjálfan sig,
og svo er um það að ríða.
Ég veit að þér á eftir að vegna vel - en vertu "smá" þolinmóður - þ.e. ekki bráðlátur
Kær kveðja, E.
Edda (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 03:03
Hí hí, þú ert með fullkomnunaráráttu á heimsmælikvarða, stóri kútur Ekki að byrja á neinu góðu af því að það endist kannski ekki nógu lengi.... annað hvort allt eða ekkert... Ekki vön að sletta á ensku en... been there, done that Engin ein aðferð til að losa sig við þessa áráttu, nema að vilji er gott fyrsta skref.... Ekki alveg að skilja síðustu línuna í ljóðinu Sparnaður hérna fyrir ofan.....
Njóttu dagsins og og takk fyrir yndislega athugasemd á bloggið mitt
Jónína Dúadóttir, 13.1.2008 kl. 07:29
Takk Edda fyrir þetta komment, ljóðin og þá eljusemi að nenna að lesa þessar blokkfærslur einfeldnings eins og Júdasar. Ég verð alltaf jafn hissa en þó glaður þegar ég verð var við þetta en ég ákvað í upphafi að blogga um tilfinningar og kútana mína frekar en áhugasvið, fréttir oþh, því þetta voru vangaveltur og tilfinningar sem stoppuð yfirleitt á framrúðunni í bílnum og náðu aldrei lengra því ég umgengst ekki marga eftir vinnu. Þar aftur á móti er fjölmenni mikið og mikið skrafað en ekki pláss í coolinum fyrir þetta og líklega á það ekki við. Að upplagi er ég glaður, stundum þögull og hugsi, en öruggur með mig og fylginn sjálfum sér. Ég er því ekki og hef aldrei verið á leið í gálgann þótt margar stundir hafi verið erfiðar á síðasta ári en þó aldrei nálægt því sem margir þurfa að ganga i gegn um. Kútarnir mínir, vinnan og ljóðalestur ásamt námi hafa gert þetta allt mjög bærilegt en....................það vanta samt alltaf eitthvað og þá meina ég eitthvað annað en aflestur af rafmagni á tveggja mánaða fresti.
Voðalega missi ég mig í þessu. Takk elskurnar fyrir að nenna að vera bloggvinir mínir.
Jónína, athugasemdin var bara svo rétt
Jú, eitt í viðbót. Mér þykir vænt um sjálfan mig og veit að ég þarf að dröslast með mér í gegnum súrt og sætt þannig að mér er ekki illa við mig en ég er mjög meðvitaður um Júdasinn í mér gagnvart sjálfum mér en gleymum því ekki að Júdas er og var ekki alvondur. Hans var bara freistað og hann féll og ef til vill hefðum við öll gert þetta sem hann gerði. Við erum strá.
Júdas, 13.1.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.