Gerðu hann að lind

 

Láttu verða´að lind

ástvin þinn,

álfadrottning-                                          

gerðu hann að lind

í garði þínum.

 

Annað veit

ei yndi í sólarheimi

straumur tær

en þorsta þinn að slökkva,

flötur skær

en fegurð þína að spegla,

hylur lygn

en laug að búa þér.

 

Lát því verða´að lind

ástvin þinn

álfadrottning-

gerðu hann að lind

í garði þínum.

 

Þorst.Vald


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er svo hlýtt.... minnir mig á sumarið sem ég virkilega sakna. Hlýt að hafa fæðst í vitlausu landi

Hvernig er heilsan ?

Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 05:44

2 Smámynd: Júdas

Heilsan er miklu betri með að aðstoð lyfja en ég tek það fram að ég hef ekki þurft að  sleppt mínútu úr vinnu.

Júdas, 16.1.2008 kl. 07:30

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nehhei,  þú skalt nú passa þig á því að sleppa ekki úr vinnu... ha ? Betra að drepast vinnandi en að lifa af heima í rólegheitunum eins og einn dag... ha? Æi ég veit það, ég er svona skrítin líka......

Gott þér líður betur

Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 48678

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband