Hið nýja upphaf?

     Á þeim tíma var eins og allt hefði snúist við, endirinn var orðinn að upphafi og það haustaði en vorið á næsta leiti.  Hugsanir urðu dýpri og andardrátturinn hægari.  Sársaukinn var samt ekki eins djúpur, hann tók eftir því, vonin var sterkari og trúin var meiri.  Hann mundi að það gat rignt í sólskini og það átti kannski vel við.  Hann gat svo sem tekið á móti nýju upphafi því hið fyrra hafði hert hann. 

     Hann hafði hringt í hann og beðið hann að hitta sig.  Sagt að það yrði að gerast fljótlega því honum liði ekki vel.  Þeir settust niður, horfðust í augu og þögðu.  „Er það aftur að gerast?"  Sá eldri rauf þögnina.................  "Já pabbi, fyrirgefðu"

     Hið nýja upphaf og óséður endir.  Fortíðin var orðin að nútíð!

 

 

 

 

Í þurru regni þrauta

þýtur fortíð þín.

Nálægðin við nútíðina

nístir þig.

En von þín vinur

vísar þér til framtíðar

og sæludaga samtíðar.

J.I

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Vel gerður texti.  Manni finnst maður þurfa að segja að vonina megi aldrei missa.

Anna, 11.4.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Flott skrifað hjá þér. Ég vona að þið vinnið úr þessu.

Sporðdrekinn, 11.4.2008 kl. 01:12

3 Smámynd: Fiðrildi

 . . ég vona að ég sé að misskilja . . . Stundum er samt leiðin að hinu farsæla ætlað að vera erfið.  Knús til allra kúta

Fiðrildi, 11.4.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir


Hugur minn er með þér.
Fortíðin mun ekki staldra lengi við því skynsemin er enn við völd - trúðu því.
Gangi ykkur vel 

Linda Lea Bogadóttir, 11.4.2008 kl. 11:38

5 Smámynd: Guðný Bjarna

? ...þemað um "eplið og eikina"  er gjarnan yrkisefni góðra skálda 

farið vel með ykkur og ...sæludaga samtíðar

Guðný Bjarna, 11.4.2008 kl. 12:59

6 Smámynd: Ein-stök

Ein-stök, 11.4.2008 kl. 14:24

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 11.4.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 48611

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband