Þá lægist hver stormur

     Þá er ég mættur aftur en vegna vinnunnar þurfti ég að yfirgefa þetta annars ágæta land og eyða nokkrum dögum í stórborg og hafði gaman af.  Er samt þreyttur og frekar andlaus eftir þetta.  Það skyggði á ferðina að vita af kútunum mínum svona langt frá mér og örlítil sektarkennd gagntekur mig í dag yfir því að hafa skemmt mér vel. 

     Mér skildist að litlikútur væri búinn að vera svo var um sig á nóttunni að ef unga konan snýr höfðinu á koddanum rumskar hann og snýr á henni höfðinu til baka.  Hún „á“ að liggja eins og hann vill, andlit við andlit.

      Ég er búinn að heyra nokkrum sinnum i unglingskútnum mínum og það hefur legið misvel á honum.  Hann kemur heim síðar í vikunni og hefst þá gangan þar sem frá var horfið, og jafnvel aðeins aftar.  Skref fyrir skref.   Við könnumst við okkur þarna og sjáum sporin okkar beint fyrir framan okkur.  Við þurfum að velta því fyrir okkur hvar það var sem ekki mátti stíga niður.  Hvar það var sem eitthvað brast.  Við tökum stefnuna á hamingjuna og munum leita hana uppi enda eigum við stefnumót við hana.  Það vitum við báðir.  Þá lægist hver stormur.

Þið megið gjarnan hugsa til okkar og jafnvel minnast okkar í litlu andvarpi til Hans.

 

 

Dagarnir koma sem blíðlynd börn

með blóm við hjarta,

Ljúfir og fagnandi lyfta þeir  höndum

mót ljósinu bjarta.

 

Og verði þeir þreyttir með liti og ljós

að leika og sveima,

við móðurbarm hinnar brosmildu nætur

er blítt að dreyma.

 

Þá lægist hver stormur, stundin deyr

og stjörnurnar skína.

Og jörðin sefur og hefur ei hugboð

um hamingju sína.

 

Tómas Guðm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ein-stök

Ég hugsa svo sannarlega til ykkar  "Stefnumót við hamingjuna.." hljómar vel

Ein-stök, 21.4.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Brattur

... einhverstaðar las ég þetta..

"Ef hamingjan hikar á leiðinni, haltu þá á móti henni" - margt vitlausara en þetta...

Gangi ykkur kútum vel...

Brattur, 21.4.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Guðný Bjarna

..fyndið..ég er farin að bíða eftir bloggi á síðunni hjá þér Júdas ,,bláókunnugum manninum" ..ljóða tengingin við hugrenningar þínar hefur fengið mig til að lesa í ljóðabókum sem hafa rykfallið upp í hillu.... ég hef svo gaman að þessum tengingum þínum ..takk fyrir og gangi þér vel

PS.  ...Hann hlustar á andvörp..það er mín reynsla

Guðný Bjarna, 21.4.2008 kl. 23:07

4 identicon

Alltaf jafn hugljúft að kíkja hér inn. Veistu að maður má ekki hafa samvisku yfir því ef maður skemmtir sér vel. Við sem foreldrar þurfum á því að halda að komast út af heimilinu og gera okkur glaðan dag og hlaða batteríin. Og umgangast okkar líka. Skiljanlega er litli kúturinn var um sig þau eru svo vanaföst þessar elskur. Vona að unglingskúturinn standi sig á stefnumótinu. Sendi ykkur heilan helling af ljúfum straumum úr sveitinni og njótið þess að vera saman. Knús og kreist frá mér.  

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 23:08

5 identicon

Elsku "gamli Júdas" minn.  Þú - af öllum - átt nákvæmlega skilið að eiga "stund fyrir þig, og bara þig"

Ég er samt voða hrædd um að þú og unga konan séu að ala af ykkur ofdekraðan lítinn einstakling, sem verður ekki nógu líkur pabba sínum!!!!

Aftur á móti, veit ég að stóri kúturinn á eftir að "plumma" sig með þennann pabba - og vera svona líkur honum líka!!

Ég mun hugsa til ykkar ... og ég mun líka minnast á ykkur

Þetta er óþekkt ljóð fyrir mig frá T.G.   .... en engu að síður fallegt 

Edda (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 01:09

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Blessaður troddu þessu samviskubiti þangað sem sólin skín ekki Sem betur fer er stóri kúturinn þinn svo heppinn að eiga akkúrat þig fyrir pabba og ég veit að þið standið báðir sterkari eftir

Njóttu dagsins minn kæri 

Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 06:10

7 identicon

Flögraði hingað inn og las nýja færslu.. :) Mikið verður nú gott fyrir þig að fá knúsin frá kútunum þínum og jafnvel gott fyrir þá að fá knús frá kútapabba sínum :)

Nilla (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:39

8 identicon

gott að heyra þig og sjá...og góða ferð á hamingjustaðinn eftir hamingjugötunni..

múmínstelpan (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 14:08

9 Smámynd: Júdas

Þið eruð yndislegar og gott að sjá að þið njótið.   Það er margt að brjótast um í kollinum á mér þessa dagana og vonandi kem ég einhverju á blað fljótlega.

Júdas, 22.4.2008 kl. 16:30

10 Smámynd: Anna

Ég tek undir - við erum öll  yndislEG . Velkominn heim Júdas.

Anna, 22.4.2008 kl. 17:21

11 Smámynd: Rebbý

velkominn heim, gott að þú naust þín í stórborginni, stundum þarf maður smá tíma til að vera bara einstaklingur (eins og ég sé eitthvað annað)
þið kútarnir eigið bara enn betri tíma á eftir

Rebbý, 22.4.2008 kl. 21:17

12 identicon

Ha, ha, ha    þú sérð nú alveg hvað við berum hag þinn fyrir brjósti, þegar fólk eins og J.D. segir þér að troða samviskubitinu þangað sem sólin skín ekki !!! ha, ha, ha .....   frábært Jónína he, he 

Stattu þig gaur, og vertu okkur öllum til sóma 

K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:42

13 Smámynd: Júdas

Jónína skefur ekkert af hlutunum , svo það er spurning um að ég googli þennan ljóslausa stað.  Gæti best trúað því að ég sendi samviskubitið bara aftur heim í Þorp þar sem það varð upphaflega til!

Kúturinn á eftir að fara í gegnum alla þessa typisku smástráka dynti svo það er enn of snemmt að segja til um það hvort hann fái sterka samvisku.  Hann gæti líka fengið hana frá Ungu konunni því hún hefur hana líka.

Njótið dagsins elsku bloggvinir.

Júdas, 23.4.2008 kl. 08:15

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ha ? Einhver að tala um mig Mér þykir orðið vænt um Júdas, þó ég hafi ekki græna glóru hver hann er, hef bara lesið það sem hann skrifarFyrst hélt ég að hann væri einhver pissudúkka, en það er hann bara alls ekki

Eigðu gott kvöld kæri vinur

Jónína Dúadóttir, 23.4.2008 kl. 19:49

15 identicon

Já Jónína mín, þú ert nú alveg stórgóð líka    ... en er ekki alveg undarlegt hvað maður verður "húkkt" á að "tékka" á bloggi frá Júdasi??  

K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:19

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakk þér fyrir Edda Æi, jú en það er eitthvað við hann, eitthvað svo gott og heiðarlegt og kímið og.... var ég búin að segja gott... svo er ég viss um að hann er stórmyndarlegur líka, það er ekki hægt að gera svona grín að eigin útliti ef maður er ekki sjálfur ánægður með það... krumpuð borðtuska er til dæmis ein sjálfsmyndin

Jónína Dúadóttir, 23.4.2008 kl. 22:47

17 Smámynd: Ein-stök

Ekki gleyma "borðtuska með tennur"  Snilldin ein. Ofboðslega lýsandi því ég hef alveg upplifað þá líðan (eins og í flensunni í vetur).

Hlakka til að lesa meira frá þér Júdas

Ein-stök, 23.4.2008 kl. 23:16

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilegt sumar Júdas minn og þakka þér fyrir frábæran bloggvetur Megi sumarið verða það besta í lífi þínu hingað til

Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 06:15

19 Smámynd: Júdas

Já Gleðilegt Sumar Jónína og aðrir bloggvinir. 

"Borðtuska með tennur" já,  það getur sko verið sársaukafullt, en skallið mig ekki svona mikið því brosið ætlar bara ekki af mér þessa stundina. 

Júdas, 24.4.2008 kl. 18:15

20 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Gleðilegt sumar takk fyrir bloggsamveru í vetur

Linda Lea Bogadóttir, 24.4.2008 kl. 18:55

21 identicon

Ég verð að segja að mér finnst nýja höfundarmyndin þín alveg ótrúlega skemmtileg, svona miðað við þá fyrri.

Ragga (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 19:48

22 Smámynd: Júdas

Takk Ragga mín 

Júdas, 24.4.2008 kl. 20:30

23 Smámynd: Júdas

Sömuleiðis Linda mín 

Júdas, 24.4.2008 kl. 20:33

24 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kúturinn á höfundarmyndinni stækkaði allt í einu

Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 21:12

25 Smámynd: Ein-stök

Datt í hug.. er myndbreytingin til marks um að höfundur hafi skyndilega þroskast?  Ekki það að mér þyki Júdas óþroskaður.. bara fór að spá.

Ætlaði annars að kíkja hér inn til að óska kútafeðgunum þremur Gleðilegs sumars

Ein-stök, 24.4.2008 kl. 21:36

26 identicon

Gleðilegt sumar !! Og takk fyrir indæla lesningu.

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:38

27 Smámynd: Júdas

Ég hugsa að myndin eigi enn eftir að breytast því ég er ekki fullkomlega sáttur við hana.  Hún er til marks um nýtt upphaf og nýja stefnu.  Rósirnar að hverfa en björt framtíð blasir þó við 

Júdas, 24.4.2008 kl. 22:57

28 Smámynd: Sporðdrekinn

Þið eruð með í mínum bænum, fallegu feðgar.

Sporðdrekinn, 25.4.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband