26.4.2008 | 11:14
Við nafnleysingjar erum líka fólk!
Ég velti því fyrir mér áður en ég byrjaði að skrifa hvernig ég ætti að byrja. Ekki óalgengt en ef ég hugsaði mig ekki um myndu allir pistlarnir byrja eins. Enn einn yndislegi dagurinn runninn upp! Þeir geta ekki allir byrjað eins svo ég ætla að geyma þessa byrjun þar til síðar. Ljóðin hafa bjargað þessu því gjarnan tengi ég pistlana við ljóð eða öfugt; hugrenningarnar koma fyrst síðan pistillinn og þá ljóðin. Stundum bara hálfur pistill og þá kemur ljóðlína upp í huga minn og þá hefst leitin að því ljóði sem í mér situr því mér finnst lóðin alltaf segja meira og orða betur líðan og vangaveltur en einfeldnislegur, einsleitur textinn í dágóðan hring þar sem ekki tekst að sýna allar þær tilfinningar sem bærast í brjóstinu. Ég held að það væri lífsins ómögulegt að þekkja mig af skrifum mínum, því efn einhver teldi sig kannast við efnistök og lýsingar gæti ég samt verið settur til hliðar af lista grunaðra því allir eru í raun tveir menn, annar hið ytra og hinn hið innra. Þetta er þó aðeins það sem ég held því upp í huga minn koma strax mörg atvik þar sem Júdas, bljúgur og miskunnsamur, heiðarlegur og tilfinningaríkur hefur komið upp á yfirborðið og setningar eins og þú ert sjálfum þér líkur hafa staðið í brjósti mínu en vafalaust er hann öðrum ókunnur með öllu og jafnvel aldrei inni í myndinni. Ég segi þetta vafalaust til bloggvina minni, því ég finn að mörgum þeirra þykir vænt um mig ókunnan manninn en látum ekki blekkjast. Tálsýnir eru hættulega og Júdas er einn sá mannlegasti í það minnst af þeim sem ég þekki.
Að vera góður við börnin sín er ekki dyggð. Það er flókið tilfinningaspil sem vaknar daginn sem lófinn finnur fyrsta sparkið og hugurinn nemur að þarna er lifandi vera af Guði sköpuð en okkur gefin til skemmri tíma en við sjálf viljum. Að horfast svo í augu við sjálfan sig og sína og meðtaka þetta kraftaverk lífsins getur aldrei annað en fyllt mann djúpum tilfinningum sem fá mann til að uppgötva það að þetta er af náð en ekki verðskuldað. Ég held að þar komi Júdasinn til sögunnar hjá mörgum, af hverju ég en um leið löngunin til að gera alla hluti betur og réttar en hingað til. Móðurást er óútskýranleg og eitthvað sem enginn skilur nema móðir. Föðurást er það líka! Þótt mörgum feðrum sé bölvað þarf það ekkert að vera að ást þeirra sé lítil eða ekki til staðar. Ef til vill er það hæfileiki föðurástar að geta stígið til baka og haldið sig til hlés svo móðurástin blómstri og ekki komi til átaka en sprettur svo upp þar sem móðurástin hefur orðið undir eða aðstæður örðuvísi en væntingarnar. Reynum ekki að skilgreina þetta en hugsið þetta aðeins.
Umfram allt er Júdas aðeins miðlungsmaður, sekur hversdagsmaður. Sekur við sjálfan sig og sekur gagnvart Guði. Heiðarlegur við menn og heiðarlegur bloggari. Við nafnleysingjar erum líka fólk! Þess vegna bið ég sjálfskipaðan dómstól æðri bloggara að hugsa sinn gang.
Nú er brostið band,
brugðust vonir þér.
Eftir ljúfan leik
lokið öllu var.
Hófstu yfir allt,
ein í sælli trú,
kosti miðlungsmanns,
meðan dýrðin stóð.
Þar sem goðið glæst
gnæfði fyrst í stað
sástu síðar meir
sekan hversdagsmann.
Hann var samur samt,
sínu eðli trúr.
Hitt var hugarsýn,
henni giftist þú.
Heiðrekur Guðm.
Njótið samt þessa fallega dags, einnig miðlungsmenn, sekir hversdagsmenn
og jafnvel nafnleysingjar.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nafnleysinginn ég ætla að njóta hans enda tekur ekkert smá fallegur dagur á móti manni þegar litið er út um gluggann
Rebbý, 26.4.2008 kl. 11:47
Það skiptir mig engu máli hvaða nafn þú kýst að nota, það sem ég sé er það sem þú skrifar og mér er slétt sama hvað öðrum finnst ! Og ég held ekkert að þú sért að blekkja neitt eða neinn með skrifum þínum, þú ert einlægur og heiðarlegur og það kann ég að meta. Þú ert góður vinur í bloggheimum og örugglega líka í kjötheimum. Eigðu gott kvöld kæri minn
Jónína Dúadóttir, 26.4.2008 kl. 16:51
Þú ert yndislegur. Knús á þig og njóttu helgarinnar.
Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 23:08
Við erum öll mannleg, nafnlaus eða ekki
Þú færð góðviðbrögð við skrifum þínum af því að þau eru falleg, ég held ekki að neitt okkar haldi að þú sért ekki mannlegur. Við gerum öll mistök, sum okkar læra af þeim og bæta sig. Við þroskumst og breytumst dag frá degi, það er fegurð lífsins, það er gjöfin okkar.
Sporðdrekinn, 27.4.2008 kl. 03:20
K.kv. E.
Edda (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 23:36
heill og sæll ..
já það er rétt..manni er farið að þykja pínu vænt um Júdasarskrifin . ..engin skuldbinding í því ..
sé að sá stutti við gluggann er orðinn stór ..Júdas að stækka ? hilsen Múmínstelpan
múmínstelpan (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:16
Júdas - ef þú bara vissir, hvað þetta hefur hent mig oft í lífinu !!! sbr. ljóð Heið.G. .... nema að ég leyfi mér að efast um að þeir hafi verið samir sjálfum sér og líklega (vonandi ekki) eðli sínu trúir!!! Bara mín skoðun
Auður (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 00:10
Ég tel mig skilja Auður hvað þú ert að meina en ég valdi þó ljóðið alls ekki með það í huga. Við Júdasarnir getum brugðist og verið mannlegir þótt ekki komi til þeirra hluta. Ég las þetta aftur núna og verð samt að nefna það að ég sé ekkert í þessu sem endilega bendir á Það!
Bara pínu dugar mér ......í bili.
Jónína mín, tekurðu eftir því að þú ert sú eina þarna sem ert undir fullu nafni.........
Júdas, 29.4.2008 kl. 00:22
Aida., 29.4.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.