29.4.2008 | 00:08
Þá gæti "alltaf" orðið að veruleika
Seint um kvöld rís nóttin upp úr gjánni
neðst í dalnum, tygjar sig til ferðar:
dustar myrkurpilsin, hnýtir dimma
hyrnu um axlir, kveinkar sér og felur
inni á barmi brunasára fingur
og stikar svo af stað
með gusti nokkrum, þrammar upp með ánni
til að inna þunga skyldu af höndum,
með djúpa skugga í augum, myrkar brúni
og hrafnsvart hár í síðum, þungum fléttum,
og dregur yfir vötn og kjarr og engi
dimman slóða,
ein og þögul, stefnir upp til fjalla,
þar sem loga sólskinsbál á tindum,
og kæfir eldinn hvern á fætur öðrum,
beygir sig og dýfir sviðnum höndum
á kaf í sindrið, réttir úr sér , eys
hnefafylli af stjörnum út í geiminn.
Jón Dan
Við sofnuðum allir kútarnir snemma í kvöld en sá gamli hrökk upp aftur enda ólokið nokkrum verkefnum. Ég sit við eldhúsborðið og gat ekki stillt mig um að hella upp á eins og eina könnu og tók mér ljóðabók í hönd. Hún virkar einmana nóttin, að minnsta kosti í þessu ljóði Jóns Dan og þannig er mér innanbrjóst þótt því fylgi ekki sá sársauki sem nísti mig inn að beini á dimmum liðnum vetri.
Nú er það bara einmanaleiki eða söknuður eftir einhverju sem ég vil þó bara njóta um stund, einmanaleikastund, eða hvað? Orðið alltaf er ekki trúverðugt og öllum slíkum væntingum ýtt til hliðar og framaf. Orðið stundum vekur von og litla drauma sem enn eru þó of fjarlægir til að njóta megi þeirra utan drauma. En þegar Nóttin leggur svörtu hyrnunni fyrir þá gráu gætu dagur og nótt mæst með mjúka vanga væntinga og tíminn tekið völdin. Þá gæti alltaf orðið að veruleika!
Góða nótt!
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg magnað ljóð og góð pæling Júdas. - Það krefst stundum lagni að sigla einu segli í þungum vindi en það reynist léttara þegar vonin er manns haldgóða reipi.
Anna, 29.4.2008 kl. 00:24
Ég tek undir með seinni setningu Önnu, en ljóðið er ekki að mínu skapi... enda er mér ekki vel við orðin alltaf og aldrei... er víst efasemdar manneskja!!!
Ég veit að englarnir munu vaka yfir þér og gefa þér styrk fyrir daginn á morgun.
Guð gefi þér góða nótt.
Edda (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 01:08
Jamm minn kæri, svolítið grátt ljóð eiginlega.... en fín og frumleg pæling samt...
Njóttu dagsins vinur
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 08:14
.... þetta er ljóð sem endar með stæl... "eys hnefafylli af stjörnum út í geiminn"... flott, bara flott...
.... svo er það spurningin; verður eilífðin alltaf til?
Brattur, 29.4.2008 kl. 21:30
Sofðu rótt.
Sporðdrekinn, 30.4.2008 kl. 02:03
Góðan daginn
Jónína Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 05:58
Tja, Brattur......það er spurning? Alltaf skilur þú mann eftir í spurningum og vangaveltum, en þetta er flott já.
Góðan daginn vinir!
Júdas, 30.4.2008 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.