Sá sem lætur undan, sigrar allt!

     Við lítum i kringum okkur og viljum gjarnan vera öðruvísi.  Einblínum á mýkt okkar og  teljum hana veikleika okkar og helti.  Skömmumst okkar fyrir værðina og horfum öfundaraugum á óværðina og ysinn.   Viljum fara hraðar yfir, afkasta meiru; skjótari ákvarðanir og  leiftursnöggar framkvæmdir.  Standa stolt uppi á stól og horfa yfir.

 

     En hvað með hið bljúga og blíða?  Komumst við eitthvað áfram með slíkt veganesti.  Er það ekki bara ávísun á væmni og væskilshátt.  Gefa eftir, hörfa, draga í land, láta undan, pakka niður, taka til fótanna.  Er það ekki dapurleg „sókn“ í baráttunni? 

 

     Getur verið að það sé eins og með vatnið?  Værðarlegt, eftirgefanlegt, bljúgt, finnur sér aðra leið ef sett er fyrirstaða og leitar alltaf til upphafsins.

 

 Ógnarkraftur sem fer þó aðrar leiðir.  Kraftur hins bljúga og blíða!

 

 

Sjá vatnsins dreymnu ró við klettsins rönd,

það rennur hægt og færist vart úr stað.

Það víkur undan barnsins blíðu hönd,

en björgin sverfur magn þess allt um það.

 

Það vinnur hljótt, uns verk er fullkomnað.

Það vílar ei, þótt lagt það sé í bönd.

Það letrar sína sögu á tímans blað,

þótt sökkvi fjöll og aftur rísi lönd.

 

Já , það sem hamast, oftast skammvinnt er,

og eftir það ei lengi merki sér,

því afl hins sterka er furðu-veikt og valt.

 

Slíkur er kraftur þess hins bljúga og blíða,

að bug það vinnur á því harða og stríða,

og sá, sem lætur undan, sigrar allt.

Jakob Jóh. Smári

 

Njótið dagsins og rigningarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vatnið og allt þetta bljúga og blíða fær sannarlega mitt atkvæðiÉg hef alltaf trúað því að góðmennskan fleyti mér lengra en harkan og það virkar alltaf

Hlýtt faðmlag inn í daginn handa þér frá mér, bestu kveðjur.... Járnfrúin

Jónína Dúadóttir, 9.5.2008 kl. 08:23

2 Smámynd: Anna

Fallega orðað - gerist varla betra. Takk fyrir þetta og eigðu sömuleiðis góðan dag.

Anna, 9.5.2008 kl. 08:47

3 Smámynd: Guðný Bjarna

texti Júdasr og ljóðaval þennan daginn er eins og besta "konfekt" takk

Guðný Bjarna, 9.5.2008 kl. 10:29

4 identicon

múmínstelpan (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:29

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég trúi að það blíða og góða.

Samlíking þín er falleg og góð. Ég held að við getum allt sem að við ætlum okkur og að það sé betra að taka sér smá tíma í að vinna málin og gera þau vel svo að þau standi. Í stað þess að vinna málin með látum og yfirgangi, þá er hætta á að brestur komi í og sigurinn því ekki eins sætur.

Sporðdrekinn, 9.5.2008 kl. 14:04

6 Smámynd: Ein-stök

Flottur texti og yndislegt ljóð í stíl við  Allt vinnst betur með hægðinni (alltaf gott að minna sig á það)

Takk í dag og eigðu ljúft kvöld

Ein-stök, 9.5.2008 kl. 20:32

7 identicon

Virkilega fallegt - takk.  Já, ég trúi á kraft hins bljúga og blíða

K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 21:29

8 Smámynd: Fiðrildi

Smart færsla og að mínu mati mikið vit.

Fiðrildi, 9.5.2008 kl. 22:45

9 Smámynd: Rebbý

sá vægir sem vitið hefur .... ertu ekki bara gáfaðri en svo að fara með æsingi og látum í gegnum þrautir lífsins

Rebbý, 10.5.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband