Og myrkrið hefur fundið nóttina

     Ég sit í sófanum með kútinn sofandi við hliðina á mér.  Einhver mynd um eitthvert fólk.  Hann gamall, hún ung.  Kunnuglegt?  Það gengur samt ekki upp.  Hún fallegt og í blóma lífsins.  Hann gamall og komið fram á haust.  Fólk að faðmast. Fólk að elskast.  Hann hafði víst haldið henni í fjarlægð til að hann saknaði hennar ekki þegar leiðir skildu en gáði ekki að því að þess vegna skildu leiðir.  Hún fann það, hann var hræddur.  Ég lít upp og hlusta!  Þögn í húsinu.

      Ég sakna þess að finna aldrei óvæntan kaffiilm og sakna þess að einhver hvísli að mér eða færi mér kaffibolla.  Ég sakna þess að horfa og dást, sakna ilmsins og fegurðarinnar.  Ég sakna atlota og blíðu.   Ég hef sagt þetta allt áður og það er farið að pirra mig.   Ætli ég verði ekki bara að dunda mér úti á lóð í sumar.  Það gerist hvort eð er ekkert þótt ég bíði. 

     Ég er að spá í utanferð í sumar og velti því fyrir mér núna hvort ég fari ekki bara einn.  Það er annaðhvort að fara einn eða þá að fara ekki neitt. 

     Ég finn til depurðar en kannski er ég bara þreyttur.  Ég ætla á æfingu á morgun með kútinn og síðan verðum við líklegast bara úti á lóð nú eða hjólum um Laugardalinn.

 

Hvar er hún sem hjarta mitt þráir?  Ég bið bara um einfaldan hversdagsleika!

 

Eftir starf dagsins

kemur þú,

hljóðlát og björt,

með sólskin í hárinu.

Andartak ljómar bros þitt

og rómur þinn kitlar hjarta mitt:

Fallegt kvöld!

Úti er regn og vindur,

en sól skín á kollinn þinn

og himinn augna þinna er blár.

 

Ég leita til þín,

eins og myrkrið leitar næturinnar

og ljósið dagsins.

Við sitjum saman,

hönd mín snertir þig,

sólskinshár við öxl mína,

hálflokuð augu,

lítið bros á vörum þínum

og allt er harla gott.

 

Svo einföld er hamingjan:

blátt tillit,

bros á rauðum vörum,

angan úr gulum kolli.

Og myrkrið hefur fundið nóttina,

ljósið daginn.

 

Kristmann Guðm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

Hún kemur Júdas, hún kemur . . . og þá finnst þér sem þú hafir einungis beðið eina stutta vetrarnótt og það hafi verið vel þess virði. 

Fiðrildi, 11.5.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Depurðin vill koma ef maður hugsar of mikið. Stundum er nauðsynlegt að slökkva á heilabúinu og bara njóta

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 11.5.2008 kl. 00:50

3 Smámynd: Ein-stök

Einkennileg tilfinning að lesa þessa færslu þína núna. Ég var að hugsa um það fyrr í kvöld hvað mig langaði í góðan kaffisopa en nennti svo ómögulega að hella upp á handa mér einni. Ég hefði kannski átt að rölta yfir til þín með bolla?

Ein-stök, 11.5.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Guðný Bjarna

einfaldur hversdagsleiki.... samskipti án orða.... óveðskulduð umhyggja... "paradísarminning".... eitthvað sem allir þrá...  

Guðný Bjarna, 11.5.2008 kl. 01:58

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 11.5.2008 kl. 02:03

6 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Eins og mælt úr mínum munni... sakna líka ótrúlega mikið alls þessa. Ég veit þó að þetta kemur allt aftur ... og þá nýtur maður enn betur og minnist einmannaleikans og hlær af söknuðinum. 
Njóttu þess sem er fyrir framan þig og allt í kringum þig í núinu -  einskis annars

Linda Lea Bogadóttir, 11.5.2008 kl. 02:29

7 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Af óviðráðanlegum orsökum varð letrið svona stórt...  ekki gert til að leggja áheyrsu á orðin hehe...

Linda Lea Bogadóttir, 11.5.2008 kl. 02:31

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 11.5.2008 kl. 06:15

9 identicon

..hér er bara ilmur af kaffinu sem múmínstelpan lagar....en það er nákvæmlega það smáa í hversdagleikanum sem maður saknar stundum...en ...múmínstelpan er komin skrefi lengra..og búin að kaupa farmiða fyrir einn....því þó hún bíði...þá er óþarfi að bíða alltaf á sama stað...eftir einhverju sem aldrei kemur.... ps. hjólaferðir í laugardalnum klikka samt aldrei...og forvitnilegt verður að ganga um með sporhundinn  í sumar og kíkja eftir grænum fingrum ....

múmínstelpan (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 09:43

10 Smámynd: Ein-stök

Múmínstelpa! Þú gæti litast um eftir ummerkjum um Júdas á þyrnirunnunum meðfram göngustígunum í Laugardalnum og þá ertu komin með fyrirtaks efnivið fyrir sporhundinn  

Ein-stök, 12.5.2008 kl. 00:52

11 Smámynd: Júdas

Takk fyrir kommentin elskurnar. 

Þú ert svo viss með þetta Arna en hvað ef það gerist ekki?

Ég finn nú bara ilminn múmínstelpa.........veit samt ekki með grænu fingurna en er sammála Einni því líklega verða þetta frekar blóðugir handleggir.

Júdas, 12.5.2008 kl. 21:19

12 identicon

Júdas...   Arna hefur rétt fyrir sér  -  þetta er alveg pottþétt!   -       En ... fyrirgefðu að ég spyr...  - gleymir þú alveg að spá í konur á þínum aldri - og jafnvel örlítið eldri???  !!!!

En bara svona góðs bloggvinar ráð... tékkaðu á hvenær múminstelpan er að fara.. og hvert!!!    .... ok?   Gangi þér sem allra best   K.kv. E..

Edda (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:47

13 Smámynd: Júdas

Ég veit ekki betur en að ég sé að horfa á minn aldurshóp!  plús/mínus nokkur ár því konur á þeim aldri heilla mig og hafa alltaf gert.  Ég tel þó sambúðina með ungu konunni ekki til mistaka en vil ekki endurtaka hana.  Eigum við ekki bara að segja að hún hafi lagt fyrir mig snörur

 aaaa, múmínferð............ég hef bara ekki séð þær hjá ísl.ferðaskrifstofum.  Er þó farinn að hallast á að keyra um einn í húsbíl td.um Ítalíu nú eða bara um önnur lönd við Adría-hafið.

Júdas, 14.5.2008 kl. 08:03

14 identicon

Júdas vinur minn - ég bíð þér mjög ódýra gistingu á Spáni nálægt Alicante og einnig á suð/vestur  Englandi!!!

Hafðu bara samband - eddaandra@gmail.com  

Ef aðrir hafa áhuga á 2 -3 herb. húsum á þessu svæði - hafið endilega samband. K.kv. E

Edda (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 23:56

15 Smámynd: Júdas

Æ hvað þú ert yndisleg kona!!  Júdas fær sting í hjartað!  Ég hugsa samt að það verði ekki ofan á en hvar fæ ég ódýrustu húsbílana?   Mér sýnist 2 vikur í flottum bíl kosta um150.000-180.000.   Held samt að það sé nokkuð normal.   Annars verða peningar afstæðir þegar tilgangurinn er sá að dreifa huga eldri kútsins og keyra á vit ævintýra og prinsessa!

Júdas, 15.5.2008 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband