Júdasi finnst hann lélegur faðir þessa dagana

     Það eru svo sannarlega margir hlutir sem þvælast fyrir mér þessa dagana.  Þó kannski ekkert margir á mælikvarða margra en fyrir einfeldning er þetta „fullt hús“.  Það hlaut að vera eitthvað sem kæmi í staðinn fyrir skólann.  Ég var bara búinn að gleyma þessu.  Garðurinn, íbúðin, æfingarnar og sumarleyfispakkinn.  Ég ætla ekki að fara að setja kútana í þessa upptalningu því þeir ganga auðvitað fyrir þótt það komi dagar þar sem samviskan nagar mann eftir að hafa horft á tárvot augu lítils kúts sem ekki hefur fengið alla þá athygli sem hann vildi fá og átti að fá.  Júdas er stundum lélegur pabbi og ekki þarf mikið til að trufla hann.  En ég veit hvað ég þarf.  Ég þarf konu til að skúra hjá mér og þrífa einu sinni í viku og einhvern til að slá fyrir mig garðinn.  Auglýsi eftir því hér með!!  Ég vil geta leikið meira við kútinn og helgað mig honum algjörlega.  Ég er reyndar að fara að loka öllum flóttaleiðum úr garðinum hjá mér svo ég geti verið með kútinn úti í garði án þess að hann skjótist yfir á lóðir nágrannana eða bara út á götu svo garðvinnan gæti orðið samvera með kútnum en ég myndi þó glaður borga fyrir lóðaslátt einu sinni í viku.

     Nú svo eru það æfingarnar.  Ég er komin ræknina aftur, mataræðinu snúið við 1.maí og tekið verulega á því kútalausu vikuna.  Hin vikan stjórnast bara af kútnum og er hann er æstur í leiksvæðið þarna en mér finnst það rangt að taka hann úr leikskólanum og beint í barnagæslu.  Mér sýnist samt aðeins helgin koma til greina þá vikuna en það kemur í ljós.

     Eldri kúturinn minn er svolítið upptekinn af sólarferð sem hann ætlaði með vinum sínum í ágúst en efasemdir hjá honum um sjálfan sig hafa sett strik í reikninginn.  Samviskan segir honum að fara ekki svo pabbakúturinn er að skipuleggja með honum ferð sem gæti orðið tveggja vikna húsbílaferð meðfram Andíahafi eða í raun bara þangað sem hann vill og tíminn leyfir.  Kannski verða bara engar áætlanir nema þær sem koma fram yfir kaffibolla í morgunsárið einhversstaðar í fjarlægu landi.  Vinurinn yrði sá sem skipulegði og segði hvert ætti að fara því Júdas þarf bara kaffibolla á morgnanna og kannski tvo til að fylla í tómið sem fagurt, ilmandi fljóð eitt gæti fyllt.........

     Kútnum langar reyndar að fara í þrjá daga til Krítar til hitta sína heitt elskuðu kútakærustu svo gamli bíður líklegast bara í húsbílnum á meðan hann tekur flugið frá fjarlægri borg.  Þetta er þó bara í burðarliðunum en það verður að gerast hratt og í einfaldleika mínum finnst mér sálarheill eldri kútsins spila inn í þetta.  Ykkur finnst ég ef til vill á alrangri leið í þessu og ef svo er þá endilega kommentið á mig.  Júdasi finnst hann lélegur faðir þessa dagana og þegar ég lít til baka gæti það náð langt aftur í tímann.  Ímyndaður styrkur gæti hafa verið veikasti hlekkurinn.

 

Dagurinn verður fallegur og horfandi til himins er ekki ósennilegt að gullnir dropar falli; þaggi niður í hávaða hversdagsins og vökvi þurfandi bæði á „líkama“ og sál. 

 

Njótið dagsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég tel það gott foreldri, sem efast stundum um hæfni sína í hlutverkinu og aðferðirnar. Það verður til þess að við erum alltaf að endurskoða og reyna að gera okkar besta og þannig á það að vera og getur ekki öðruvísi verið að mínu mati. Þú ert ekki slæmur faðir Júdas, þú ert svo innilega eðlilegt foreldri. Að eiga ungling er ekki bara unglingavandamál, það er líka foreldravandamál !

Njóttu dagsins minn kæri og ef þig vantar rigningu komdu þá bara hingað á norðurhjarann

Jónína Dúadóttir, 15.5.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Ein-stök

Elsku vinur! Ég get ekki séð merki um slæman föður í skrifum þínum. Þú ert með bæði hug og hjarta í föðurhlutverkinu af heilindum eftir því sem ég fæ best séð  Ég er líka hjartanlega sammála Jónínu með að það eru góðu foreldrarnir sem efast um sig í þessu vandasama hlutverki. Líkt og með allt annað, ef við erum ekki tilbúin til að sjá að við gætum gert betur þá fer okkur heldur ekki fram. Svo langar mig að bæta því við að húsbílaferð meðfram Adríahafi hljómar hreint dásamlega. Mæli með því að þið farið bara og njótið og leyfið kenjunum að ráða hvert haldið verður

Ein-stök, 15.5.2008 kl. 09:50

3 Smámynd: Ein-stök

Gleymdi: ég mæli með því að þú fáir þér húshjálpina. Hef sjálf verið að velta því fyrir mér, einmitt af sömu ástæðum og þú nefnir; ég vil eiga meiri tíma með börnunum og fá að einbeita mér að þeim (þó tiltekt og þrif geti stundum verið ágætis samverustund með börnunum)

Ein-stök, 15.5.2008 kl. 09:51

4 Smámynd: Anna

Þú ert með fjölbreytt verkefni að takast á við og það ánægjulegasta, uppeldið,  virðist nú svona "héðan frá séð" vera sinnt  af mestu alúð og samkvæmt bestu vitund, - ekkert sem bendir til einfeldni  hjá þessum manni  

Anna, 15.5.2008 kl. 23:19

5 Smámynd: Guðný Bjarna

...heyrðu drengur !  ..þó að efinn sé förunautur má hann ekki taka völdin,  ..ilmurinn og kaffið gæti verið handan við hornið...  

"að trúa" ...það er léttara ! ...góðar stundir

Guðný Bjarna, 16.5.2008 kl. 09:15

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Þær góðu konur sem skrifuðu sínar athugasemdir hér á undan mér hafa sagt allt sem að ég hugsaði á meðan að ég las færsluna þína.  Því tek ég bara undir þeirra orð, en ég slengi þó í þig einu knúsi

Sporðdrekinn, 17.5.2008 kl. 03:32

7 Smámynd: Júdas

Takk fyrir þetta kæru bloggvinir.  Það er eins og hugmyndum Júdasar á sjálfum sér verði lítið breytt úr þessu en álit ykkar sparkar þó í mig þótt ég sé annarrar skoðunar.  Ég er kominn með konu á kantinn í þrif en glími þá auðvitað við það í huganum, þá skyldurækni að ég eigi að gera þetta sjálfur enda eru ryksugan og skrúbburinn  komin út á gólf hjá mér.   Vangaveltur um bruðl á peningum sem ríkjandi var í uppeldinu þótt enginn sé skorturinn á þeim hvorki þá né nú.

En lífið heldur áfram og vonarbrunnurinn ekki uppurinn.  Mér þykir "skelfilega" vænt um ykkur........

Júdas, 17.5.2008 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband