17.5.2008 | 09:12
Dagur dáða?
Dagur dáða er runninn upp! Og skammist ykkar bara fyrir fyrstu hugsanirnar sem komu upp í huga ykkar þegar þið lásuð fyrstu setninguna. Dagur svika hafa einhverjir hugsað en það er ekki upp á teningnum í þetta skiptið. Þar sem ég sit við eldhúsborðið með kaffi og epli sem fer ótrúlega vel saman, ég meina sumir dýfa kexi í en ég epli vegna heilsuátaksins, og lítill krumpaður, nývaknaður kútur ekki í fanginu á mér verður tekið á því í dag. Ég er búinn að eiga rosalegar góðar æfingar að undanförnu, þungar og góðar og úthaldið vaxandi og ein slík verður tekin kl 11 og ekkert slegið af. Hef meira að segja uppi áform um að mæta líka seinnipartinn þótt það sé ekki á loforðalistanum og taka eins og klukkutíma á skíðavélinni. Það eru þrifin sem eru á loforðalistanum því þrátt fyrir vangaveltur í heilt ár um að fá konu í þessi verk hefur samviskan ekki leyft það, við feðgar eigum að gera þetta sjálfir. Eldri kúturinn hefur verið mjög liðtækur alla tíð, ryksugað og skúrað algjörlega óbeðinn en að undanförnu hafa aðrir hlutir verðið ofar í huga hans og ég alls ekki á því að tuða út af því. Þeir dagar koma síðar en staðreyndin er sú, og haldið ykkur nú, að hér hefur ekki verið þrifið í viku. Ryksugað einu sinnu..................Hvað ætli ég hafi misst marga af bloggvinum mínum núna? Það er nú samt þannig að umgengnin er mjög góð ég meina, blindur maður myndi ekki falla um neitt hérna, grípa í tóma uppþvottavél og þreifaði ekki á himin háum þvottahaugum! Við erum ekki alvondir en vikan er búin að vera eitthvað svo þétt. Kúturinn fór til mömmu sinnar í gær og í staðinn fyrir að vakna með tómleikatilfinningu í hjarta eins og það var frá síðasta sumri vaknaði ég endurnærður og tilbúinn í allt nema sambúð. Ehhh, nema hún færi á hnén...............og snéri baki..................fyrirgefið mér en ég er nú einstæður faðir og þeir eru allir eins. Þarna held ég að síðustu bloggvinir mínir, þeir sem ekki fóru áðan hafi yfirgefið mig. Púfff. Læt þetta ekki koma fyrir aftur. Bæti þessu á loforðalistann.
Ég heyrði samt í kútnum í gær því Unga konan fór með hann í matvörubúð og hann lét öllum illum látum en gæti þó hafa verði á neytendavaktinni og einfaldlega verið að blöskra verðhækkanir sem koma til vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs en um það er ekki gott að segja. Nettar hótanir um pabba hans róuðu hann aðeins og þegar út í bíl kom var hringt í gamla manninn og lítill skæruliði á línunni. Hann var glaður að heyra í pabba sínum og kom af fjöllum þegar ég spurði hann um síðustu hryðjuverk og óþægð við móðurina. Bolti og súpa voru eitt af því fáa sem ég skildi ásamt pabbi og mamma en hann talaði mikið. Líklega erum við farin að finna fyrir þessari óþægð fyrsta daginn í nýrri kútaviku en Unga konan þó talsvert meira. Gamli er sjóaður í þessu.
Það er best að vinda sér í þrifin og koma sér svo út úr húsi.
Njótið dagsins.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Júdas. Ég er handviss um að þrifin eru bara fín upphitun fyrir ræktina kl. 11:00 - annars fínn pistill hjá þér
Anna, 17.5.2008 kl. 09:41
Þú ert a.m.k. ekki búin að missa þennan bloggvin. Held að ástandið sé mun verra á mínu heimili þessa stundina og almenn tiltekt og þrif verða því líkamsræktin mín í dag. Reyndar eina líkamsræktin fyrir utan hjóltúr í búðina og þó Maðurinn sé ennþá í húsi þá skelli ég mér ekkert á hnén fyrir framan hann (hvorki til að snúa fram né aftur )
Ein-stök, 17.5.2008 kl. 13:24
Ég er ekki farinn. Fannst reyndar mikið gaman af þessari færslu, þú ert eitthvað svo voðalega mannlegur. Það er ekki eyrnapinna hreint hjá þér og þú hugsar um kynlíf. Bara svona svo að þú vitir það Júdas minn þá eru einstæðar mæður ekkert skárri, við þurfum ekki einu sinni að vera einstæðar til að láta hugann reika
Þar kom sporðdrekinn fram í þér Ein
Sporðdrekinn, 17.5.2008 kl. 15:06
Segðu Sporðdreki það er bara gaman að kynnast fleiri hliðum á Júdasi og mér finnst þessi ekkert síðri en þær sem hafa komið fram nú þegar. Nei, við þurfum ekkert að vera einstæðar til að láta hugann reika Og já.. þarna kom sporðdrekinn svo sannarlega fram
Ein-stök, 17.5.2008 kl. 16:40
Hmmmm.........kynlíf?? Ég sá bara fyrir mér konu á fjórum fótum með gólfburstann að skrúbba! Trúverðugt?
Ég veit það ekki en áhugi piparsveinsins á þessum hlutum er öðruvísi en þegar hann var ungur. Skil það ekki, en auðvitað er ég mannlegur. Ég er meira að segja allt of mannlegur. Júdasismi ríður húsum hér í ................(póstnúmer). Átti hinsvegar ofuræfingu og er núna í speglapússi og þvílíku.
Júdas, 17.5.2008 kl. 20:18
HEHE.... sure Júdas Annars myndu margir segja að kona á fjórum fótum að skrúbba kalli fram hugsanir um kynlíf Annars varð ég bara forvitin núna. Hvað meinar þú með því að áhuginn sé öðruvísi en þegar þú varst ungur? Endilega útskýrðu Það er náttúrulega alveg í takt að hafa átt ofuræfingu og vera kominn í speglapússerí. Hvernig á annars að njóta þess að horfa stoltur á árangur puðsins? Ekki í kámugum spegli a.m.k.
Ein-stök, 17.5.2008 kl. 21:49
Æi, þú ert svo yndislega eðlilegurVar hún á fjórum fótum með gólfburstann ? Það held ég ekki, sem betur ferOg þú losnar ekkert við mig, alveg sama hvað þú skrifar
Gott kvöld í speglapússi
Jónína Dúadóttir, 17.5.2008 kl. 21:52
sammála Ein vinkonu minni, hvað meinarðu með að áhuginn sé öðruvísi núna en á yngri árum?
Rebbý, 17.5.2008 kl. 23:52
Júdas - mig langar til að hringja í þig, því ég hef svo margt að segja þér - í sambandi við færslu þína hér ...... ekkert slæmt, nei alls ekki, en svo margt!!
Þú fælir enga sanna manneskju frá þér með þessum skrifum - Ó, nei, af og frá, þvert á móti - þá vilja sannar manneskjur heyra um mannlega hlið á Júdasi
Tilbúinn í allt nema sjálfsmorð, var það sem þú meintir - er það ekki?
Sama hvað ... - hjartans kveðjur, E.
Edda (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 00:18
Stelpurrrrrr...........ég get ekkert útskýrt það , ég meina, ehhh, sko vil held ég tilfinningar. Maður þrífur ekki bara þrifanna vegna heldur vegna þess að það veldur vellíðan á eftir og ekki síst daginn eftir og næsta dag........ Vil geta vaknað með henni líka og liðið vel!
Júdas, 18.5.2008 kl. 01:04
NÁKVÆMLEGA það sem ég var að hugsa um daginn. Var að velta því fyrir mér hvenær ég myndi næst upplifa kynlíf og komst einmitt að þeirri niðurstöðu að það ætti eftir að taka sinn tíma því ég hef ekki (lengur) áhuga á að deila slíkri nánd með neinum nema virkilegar tilfinningar séu með í spilinu. Hef svo sannarlega áhuga á kynlífi en þarf eitthvað meira með í pakkanum. Ætli ég fari því ekki bara að ráðum Sporðdrekans og stundi sjálfsfróun á næstunni
Ein-stök, 18.5.2008 kl. 02:34
Júdas er að tala um fullnægingu af lífi og sál, ekki bara líkamlega heldur andlega líka. Þessa sem að fær þig til að senda sms um hádegi til að láta elskuhugann vita að þú sért enn að hugsa um gærkveldið og getir bara ekki beðið eftir að vefja hana/hann örmum og finna lyktina af henni/honum.
Eða er ég kannski að lesa vitlaust út úr þessu öllu hjá þér Júda? Er ég kannski bara með höfuðið fast í eigin tilfinningum og draumum....? Kannski, kannski ekki. En hvað sem því líður þá óska ég okkur ÖLLUM slíkra stunda og það sem allra, allra fyrst!
Sporðdrekinn, 18.5.2008 kl. 04:20
Ein... You go girl!
Sporðdrekinn, 18.5.2008 kl. 04:22
Jú ég er að meina þetta svona en samt er það nú þannig að fólk verður að prófa sig eitthvað áfram. Það krefst þó þeirrar hugsunar hvort vanlíðanin á eftir komi til með að gagntaka mann og maður bíður eftir því að gólfið gleypi mann nú eða veggirnir. Ég reikna með því að kenndirnar verði yfirsterkari kynnunum á einhverjum tímapunkti en allavega vil ég koma mannlegri skynsemi að og hugsa þó ekki væri nema nóttina til enda. Ég vil ekki að kaffiilmurinn í morgunsárið þurfi að víkja fyrir skelfilegum sakbitnum andartökum sem voru dauðadæmd frá upphafi en knúnar áfram af skertri dómgreind losta og einmanaleika. Ég er samt þessi dæmigerði karlmaður!
Æ, ég veit ekki hvort þið skiljið mig en ég er viss um að Dr Ruth gerir það.
Júdas, 18.5.2008 kl. 08:03
Sporðdrekinn er alveg með þetta á hreinu - þetta er það sem við viljum öll
en í millitíðinni kemur það fyrir besta fólk að tékka aðeins hvort þetta sé eins og að hjóla .... maður kunni þetta ennþá - en verst að daginn eftir er maður svo tómur þegar ekki liggur eitthvað dýpra að baki
Rebbý, 18.5.2008 kl. 10:15
..sakbitin andartök knúin áfram af skertri dómgreind losta og einmanaleika. Vel orðað og mjög svo kunnuglegt. Skil þig mjög vel - og dr Ruth okkur bæði (sem og Sporðdrekinn og Rebbý)
Ein-stök, 18.5.2008 kl. 11:05
Auðvitað verðum við að þreifa fyrir okkur (úhúhú takið þessu hvernig sem þið viljið), það er ekki spurning. En ef að við erum ekki með of miklar væntingar í byrjun kvölds, þá þarf morguninn ekkert að vera svo slæmur. Ef að við erum heiðarleg við okkur sjálf og rekjunaut þá verða hlutirnir líka einfaldari. Ekkert samviskubit, enginn leiði. Losti er ekki slæmur, þetta er yndisleg tilfinning og ég sé ekkert að því að láta hann ráða af og til, svo lengi sem að engan sakar.
Ég væri sko alveg til í að spjalla við Dr. Ruth yfir kaffi bolla. Glettnin sem skein úr augum konunnar var bara heillandi.
Sporðdrekinn, 18.5.2008 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.