13.1.2008 | 22:28
Í dölum svefnsins
Mig er farið að langa svo mikið í frí og þá er ég ekki að meina helgarfrí heldur frí í eina vikur eða tvær. Ég á inni tvær vikur af sumarfríinu því sumarfríið mitt fór fyrir ofan garð og neðan en í byrjun árs hafði ég verið að skipuleggja á netinu svo flott sumarfrí. Ég ætlaði að leigja mér húsbíl og aka um Frakkland, með kútinn og ungu konuna í von um að allt færi vel. Unglingurinn var búinn að segja að hann vildi ekki fara með í svona hommalega húsbílaferð, hvað sem hann meinti með því. Þessi ferð var aldrei farin og reyndar blundar hún alltaf í mér en varla fer ég í hana einn eða einn með kútinn. Vetrarfrí er því kærkomið en í versta falli fer ég í borgarferð í nokkra daga. Spurning um að bjóða rafmagnsmælaaflestrarkonunni með til að gera þetta skemmtilegra. Ég fer á hverju ári út í vinnutengdar ferðir vil auðvitað hafa þetta afslöppunarferð þar sem rölt verður um þreytulegar götur stórborgar, komið við á kaffihúsum og fylgst með mannlífinu. Í svona vangaveltum finnst mér sárlega vanta einhverja fegurð og rifja þá upp margar ferðir þar sem falleg kona hefur verið með í för, skipulagt með mér, hlegið með mér, upplifað með mér, þagað með mér og horft með mér. Fundið hönd strjúka á mér handlegginn og enda í lófa mínum, vinarleg stroka eftir bakinu sem endar í faðmlagi þar sem stutt er í algleymið. Svona gæti þetta þó orðið lengi svo ef til vill ætti ég bara að fara einn og stika þessi stræti stórborganna nú eða setjast á bekk og bíða.
Á bláum skógum draumanna
í dölum svefnsins
þar skulum við mætast
meðan þú ert í burtu
og setjast undir krónurnar
sem krydda blæinn sætast.
Á bláum skógum draumanna
í dölum svefnsins
þar skulum við gleðjast
þangað til þú kemur.
Þá gleymir hvorugt ástinni
og engin þörf á að kveðjast.
Hannes Pét.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
tilfinningar
-
tolliagustar
-
lindalea
-
kisabella
-
siggasin
-
saxi
-
svavaralfred
-
ein
-
gisgis
-
totally
-
mofi
-
vilborgo
-
rebby
-
scorpio
-
gurrihar
-
erla1001
-
stormsker
-
aslaugh
-
jensgud
-
eggmann
-
blossom
-
gretaulfs
-
limran
-
malacai
-
arabina
-
toshiki
-
gurkan
-
gelin
-
asarich
-
kona
-
neytendatalsmadur
-
myndamen
-
brandarar
-
little-miss-silly
-
rose
-
hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað vill sá eldri ekkert fara með þér í svona hommalega húsbílaferð
Þú hefur góðan smekk á ljóðum finnst mér, njóttu dagsins
Jónína Dúadóttir, 14.1.2008 kl. 05:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.