14.1.2008 | 22:22
Fæða barn með andlitinu
Þetta var nú meiri dagurinn. Ég er búinn að vera eins og borðtuska með tennur í dag og um leið og ég kom á skrifstofuna í morgun fékk ég að heyra það að ég liti ömurlega út. Flott veganesti það en síðan versnaði það bara. Dúndrandi höfuðverkur og bólgið andlit öðrumegin, verkir í augum ofl ofl. Ég er reyndar búinn að vera með höfuðverk og í slappari kantinum frá því fyrir helgi en ekkert í líkingu við þetta. Og það versnaði bara. Ég er lítið fyrir verkjatöflur og fer í vinnu sama hvað á dynur en ég var svo viðþolslaus að ég var að spá í neyðarmóttökunni á tímabili, spauglaust, en ákvað svo að þrauka til fjögur eða þar til opnir tímar væru á heilsugæslunni. Og..............þá bara lagaðist þetta nánast á mínútunni kl 15:15. Ég var að spá í að hætta þá við lækninn en mætti samt. Var skoðaður hátt og lágt, samt ekki neðar en nafla og hann komst á þá skoðun að ég væri með sýkingu í einhverjum holuræflum í andlitinu. Hljómar ekki merkilega en ég hef ekki fundið svona til í mörg ár. Jæja, ég fékk sýklalyf og svo skrifaði hann upp á einhver sterkari verkjalyf og sagði mér að ef þetta skánaði ekki á einni viku skyldi ég koma aftur. KOMA AFTUR? Ég kem sko aftur ef ég fer að finna svona rosalega til aftur, það er alveg á hreinu. Konur fullyrða gjarnan að karlmenn hafi svo lágan sársaukaþröskuld og miðað við það að fæða barn sé þetta og hitt ekki neitt og svo bla bla bla.........það er auðvelt að segja þetta þegar það kemur aldrei til að við fæðum börn en í dag leið mér eins og ég væri að fæða barn með andlitinu. Það flögraði reynda að mér líka að ég væri kannski bara að fríkka, væri að taka fegurðarkipp svona eins og vaxtarkippir hjá börnum en það væri of gott til að geta verið satt. Nóg um það.
Kosturinn við svona dag er sá eins og ég hef margoft sagt að við notum slæmu dagana til viðmiðunar við þá góðu og njótum þeirra góðu því miklu betur fyrir vikið. Miða við það gæti verið að ég upplifi mína bestu full............ehhh á morgun, en ég er ekki viss.
Best að fara í pilluboxin.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta fannst mér alveg ágætt hjá þér.. að fæða barn með andlitinu Auðvitað er erfitt að mæla hvort sársaukaþröskuldur karlmanna sé almennt lægri en kvenna.. sérstaklega ef taka á mið af barnsfæðingum því eins og þú bendir réttilega á þá eiga karlmenn ekki eftir að ganga í gegnum það (nema í amerískum bíómyndum). Ég veit það aftur á móti að það þykir glettilega vont að fá svona sýkingu í andlitsholurnar og oft fjandanum erfiðara að losna við slíkt aftur. Þú skalt því gleypa þau lyf sem doktorinn gefur og sætta þig í leiðinni við að þú (eins og við hin) mátt missa þig í vinnu svona dag og dag..!!
Óska þér svo góðs bata og stórkostlegrar full.. nei ég meina mun betri morgundags
Óla (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:35
Æi greyskinnið, samúð Og hugsaðu þér svo bara, hvað þú verður nú fallegur þegar þetta er búið og barnið fætt
Óska þér góðs dags og góðs bata og læt afganginn liggja milli hluta
Jónína Dúadóttir, 15.1.2008 kl. 07:24
Takk elskurnar, batinn var bara góður með aðstoð lyfja reyndar.
Júdas, 15.1.2008 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.