Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
16.3.2015 | 07:47
Væri lausnin sú að loka
Úti gnauðar vindurinn og Júdas rétt eins og alltaf var vaknaður inn í myrkrið. Dagrenning þó á næsta leyti en í huganum var bardagi ljóss og myrkurs, dags og nætur. Var kannski myrkur eins, ljós fyrir öðrum og húmið hjá henni dagrenning hjá þeim sem henni unna. Var þetta kannski lykillinn að því að Júdasi líði betur, að sleppa og svæfa hugsanir, að ganga bara hjá og horfa ekki á. Átti þetta að vera sú áminning sem almættið gefur, sjáðu gamli, þetta valdir þú og getur enn horfið í sjálfan þig og þína drauma. Ungar konur sem velja að horfa ekki bara á heldur kasta sér í viðjar fortíðar sinnar þótt litlir ilmir þeirra svífi fyrir vitum þeirra biðja ekki um björgun. Þær vilja frið í myrkrinu. Vilji þeirra er staðfastur og ákvarðanir fyrir lífstíð teknar á þeirri stundu. Af hverju ætti gamall maður að snúa við og rétta fram hendurnar, hlaupa um hæðir hrópandi nafn hennar eins og ástsjúkur ung-Júdas. Af hverju ætti hver dagur að vera bið þegar biðin er svona löng og nístandi. Ódýr orð á einmana stundum í fjarveru þurfa ekki að vera þau orð sem sögð eru í nálægð þegar augun renna yfir gamlan mann með lokuð augun, gamlan Júdas sem þarf ekki að eiga hana skilið til eilífðar. Drottinn gaf og Drottinn tók. Getur verið að skynsemin segi henni að snúa til baka í bili og hlusta á raddir annarra, þeirra sem telja sig vita og telja sig geta sett sig í spor almættisins. Getur verið að í neyðinni sé ekki hlustað á fjarlægt hjarta heldur teiknuð upp mynd sem virðist ljúf og kunnugleg og gæti gengið um stund. Þangað til næst! Vill Júdas eða vill hann ekki. Væri lausnin sú að loka. Loka á allt. Kveðja ilminn og leita nýrra. Eða bara leita einskis.
En Júdas veit að áður en sólin er sest verður hann aftur orðinn hennar í huga og í verki og tilbúinn að hlaupa um hæðirnar á ný ef hann eða hún þyrfti.
Ilmur hennar í dag mun fylgja Júdasi inn í nóttina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2015 | 20:44
Hvort vill og hvort ætlar eða ætla þau bæði ?
Það var í dag sem fjölskyldubrot Júdasar litu Ungu konuna augum. Fögnuður í litlum hjörtum og sundurstungnu hjarta Júdasar var allsráðandi. Unga konan brosti með öllu andlitinu og greinilegt að hún var aftur orðin hans. Ég elska þig sagði hún greinilega frá hjartanu og gamli maðurinn trúði því og vissi það. Loforðið um að múrarnir yrðu endurreistir og vígin sett upp á ný sem aldrei fyrr virðast ætla að standa en djúpt í sálartetri Júdasar virðast enn vera dreggjar biturleika og vantrúar. Ef til vill er þetta bara of gott til að geta verið satt. Átti hann hana skilið, gamall, þrjóskur og þreyttur? Átti hann hana skilið gamall maður með gráa fortíð? Átti hann hana skilið svona fallega, ljúfa og ilmandi?
Var það ekki við þessar aðstæður fyrir mörgum árum sem leiðir skildu og Júdasarbloggið varð til. Unga konan hvarf í eigin viðjar og koma aftur með nýjar áherslur og óviss áform sem reyndust þá vera hennar stærstu mistök. En hún gafst ekki upp fyrr en hún hafði að nýju bugað hann og smeygt sér aftur inn í hjarta hans. Hún var snjöll þá og fylgdi eigin hjarta og nýjum krafti og lét ekkert stoppa sig. Ekki einu sinni tímann. Hún trúið því þá að hann yrði hennar á ný og það varð.
Í dag er þetta eins, eða líkt en samt svo óþekkt og sársaukafullt. Var hann hún eða hún hann eða voru þau bara þau sjálf. Hvort vill og hvort ætlar eða ætla þau bæði og vilja þau bæði. Guð einn veit það en ekki Júdas.
Bloggar | Breytt 17.3.2015 kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2015 | 22:02
Verður hún sú sem birtist og brást ?
Hún kallaði og hann kom. Hann kom strax. Júdas gat ekki annað og þótt tilefnið væri ekki gleðilegt var gleði Júdasar ósvikin. Að láta sig hverfa í norðankalda yljaði honum og yfir sorginni gladdist hann, í söknuðinum naut hann nærveru hennar og ilmurinn var hans. Þegar þau kvöddust var hann glaður en þegar heim var komið tóku efasemdir völdin.
Hvar er hún og hvert fer hún? Verður hún hans eða verður hún einskis? Verður hún unga konan sem hann þekkti? Verður hún unga konan sem ilmar eða verður hún sú sem birtist og tók völdin. Verður hún sú sem birtist og brást eða verður hún sú sem var og gaf.
Júdas vill svör sem hann fær ekki en almættið? En almættið hvað? Var þetta alltaf ljóst? Júdas þurfti bara að muna að það sem var, það er og það verður. Júdas hefur reyndar líka sinn djöful að draga sem þó virðist léttbær og gæti hann tekið hluta af djöflum Ungu konunnar væri hann tilbúinn til þess. Lausnin er að muna og gleyma ekki. Biðja og þreytast ekki. Vera tilbúinn þegar kallið kemur.
Hún er mín!
Júdas gæti fundið ró.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2015 | 21:08
Verður hvíslið ljúfara ?
Ég held að Júdasarblogg hljóti að heyra sögunni til því útrás gamals manns á erfiðum stundum virðast ganga út á rökræður við sjálfan sig bæði upphátt og í hljóði en áður var útrásin fólgin í skrifum og stöku ljóði. Júdas er greinilega að breytast. Hér áður gat hann hent út þeim sem honum þótti vænst um til að standa vörð um eitthvað sem hann trúði á en í dag væri hann vís með að henda sjálfum sér út til að vernda alla þá sem jafnvel bregðast honum og særa hann djúpt. Undarlegt er þetta líf sem virðist upp teiknað af manni sjálfum þar sem öllu er haganlega fyrir komið bæði í orði og á borði. En handritið virðist ekki ganga upp og hvíslarinn hvar er hann ? Júdas skilur þetta ekki.
Ilmandi ung kona sem allt virtist snúast um, jafnvel áður en hún kom til sögunnar gengur þvert á handritið og fylgir ekki línunum að minnsta kosti ekki þessa dagana. Júdas heyrir samt orðin ég elska þig en þau virðast máttlaus í bugaðri sál, skynjun þess særða sem átti samt ekki einu sinni skilið að heyra þau í upphafi. Fyrirgefning, hvar er hún og af hverju heyrist ekki hvísl hennar ? Verður ljúfara að heyra þau orð hvísluð en fallega ástarjátningu fullum rómi ?
Hún er samt hans en hann trúir því ekki. Hún sagði það en hann heyrði það ekki . Hún segir það og hann skilur það ekki. Hún segir það aftur og hann fyllist efasemdum. Efasemdir virðast hafa hreiðrað um sig í huga hans. Skyldu þær vera komnar til að vera ? Hjá Júdasi virðist upp vera niður og niður vera upp.
Þessi dagur er liðinn og Kútínan sest í fangið á Júdasi og kyssir hann góða nótt. Kúturinn vill fá hann upp til að breiða yfir sig. Líklega var tilganginum náð. Líklega er þetta sagan öll og nóg sagt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2015 | 19:04
Júdas finnur ilminn allsstaðar
Hvenær er þessi draumur á enda, hvenær vaknar Júdas og sér að þetta var bara draumur.
Júdas hefur aldrei elskað svona heitt og aldrei verið svona hræddur um að missa frá sér það sem hann hefur haft. Gamall ástsjúkur maður gæti einhver sagt og Júdas myndi bara kinka kolli. Hann sér hana fyrir sér hvert sem hann fer og hvar sem hann er. Greip almætið inn í hugsar hann með sér og tók frá honum það sem hann átti ekki skilið? Tók frá honum það sem hann hafði ekki áunnið sér? Svipti hann því sem hann höndlaði ekki rétt? Sofnaði Júdas kannski á verðinum og lagði niður vopnin sem honum voru gefin, heiðarleikann, hreinskilnina, kærleikann og bænina ? Er það leyndadómurinn við þetta allt saman, eða var þetta í raunveruleikanum aldrei það sem átti að vera? Var þetta aðeins fallegur kafli í lífi Júdasar sem nú tilheyrir fortíð hans, kafli í sögu sem skrifuð var af öðrum og Júdas aðeins ein af persónunum. Því skyldi Júdas njóta annars en ávaxtanna sem hann hafði líka þráð svo heitt og fengið. Þarna ætti aðeins að vera þakklæti fyrir það sem er og þakklæti fyrir hana sem huggaði og gaf, og ilmaði svo vel.
En Júdas finnur ilminn allsstaðar, tíminn mun ekki lækna þetta sár nema að brotunum verði raðað aftur saman ..
Líklega er þetta ekki endirinn en hver veit
Af hverju getur Júdas aldrei grátið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2015 | 12:15
Einmanaleg heimkoma
Einmanaleg heimkoma hjá Júdasi. Peysan hennar hangir á stólnum og jakkinn frammi í forstofu, tölvan hennar á sófaborðinu og síminn í eldhúsinu en hún er ekki þarna og enginn ilmur. Ekki það að Júdas hafi ekki vitað það heldur fyllir tómleikatilfinning hann því hann vissi að hún yrði ekki til staðar. Unga konan var farin, farin að leita sér að ferskum vindum svo hún gæti haldið áfram að vera þessi ferski andvari hreiðursins sem hún var áður en svikulir straumar hrifu hana á braut. Allir héldu að þeir væru ekki lengur til en það var aðeins gróið yfir þá. Það var þá sem Júdas stóð upp. Hann hafði ekki barist fyrir ungu konuna, litla Júdas, kútinn og kútínuna til að láta taka eitthvert þeirra frá sér. Aldeilis ekki. Og ekki voru spilin gefin á þann veg sem ætla mætti heldur kom óvinurinn eins og þjófur að nóttu. Aldrei aftur mun Júdas gleyma því að unga konan þrátt fyrir alla þessa fegurð, móðurást, elsku og endalausan ilm var á sínum tíma hrifin úr hyldýpinu af almættinu til að fylgja eftir gömlum manni og uppfylla þannig værðina sem þeim hafði verið lofuð.
Júdas hefur áður beðið værðar og mun gera það hér og nú þar til hlutirnir renna saman á ný enda í dag talsmaður bæði kúts og kútínu sem eiga rétt á sömu værð og við.
Sársaukinn verður látinn víkja og sting hjartans ekki gefinn gaumur, hreiðrinu skal haldið opnu enda kalla ungarnir á ilminn og Júdas bíður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar