Í einfeldni trúði ég á þennan draum

     Ég vakti lengi í nótt, miklu lengur en ég ætlaði mér og hugsaði mikið um það af hverju  ég ætti ekki konu eins og mig langaði mikið til að eignast eigin fjölskyldu strax á unglingsárunum.  Ég var ekki nema 17 ára þegar ég keypti fyrstu íbúðina mína og setti strax í útleigu því ég bjó í föðurhúsum en varð að fara snemma af stað því konu og börn ætlaði ég að eignast.   Auðvitað sá ég fyrir mér að ég myndi kynnast konu og eignast með henni öll þessi börn, þrjú til fjögur stykki og eldast svo með þeirri elsku.   Íbarnslegri einfeldni trúði ég á þennan draum og vissi ekki þá að ég ætti eftir að taka mörg feilspor, hrasa, standa upp og hrasa aftur áður en ...........tja, áður en eitthvað myndi gerast.    Ég veit reyndar ekki hvort ég er enn að bíða eftir því að þessi draumur rætist en börnin eru komin eitt og tvö svo líklega á ég eitt inni eða það vona ég allavega og ætti sennilega bara að auglýsa eftir barnsmóður,  já og hengja upp auglýsingu í forstofunni hjá mér og við rafmagnstöfluna.   Þar eru jú heitustu deit staðirnir hjá mér þessar vikurnar og mánuðina.   Ég er búinn að ákveða það að í ljósi nafnleyndar ætla ég fljótlega að hripa niður smá pistil um þessar konur sem konu við sögu og voru áhrifavaldar í lífi mínu þótt aldrei næði það áratug en það munaði einu sinni litlu.  Íþróttakonan, margrabarna móðirin, rauðhærða konan og unga konan komu við sögu á tæplega 20 ára tímabili og þegar ég læt hugann reika sakna ég margra hluta frá þeim hverri og einni.   Stundum þegar ég hugsa mikið um þetta eins og ég hef gert undanfarna mánuði kemur yfir mig mikil hryggð og söknuður en ég veit ekki hvort ég sakna fallegra stunda og tímabila eða þessara fljóða sem komu við sögu.  Hvernig ætli ég fari inn í næsta samband og með hvaða hugarfari á ég að fara inn í það.   Á ég að stilla klukkuna vitandi það að niðurtalning er hafin um leið og sambandið byrjar eða á ég að bíða og vona að þarna sé komin konan sem rétti mér stafinn og styðji mig það sem eftir er?   Einn er líka möguleikinn og hann finnst mér bestur, að ég hugsi einfaldlega ekki neitt.  Gleymi stað og stund, verði blindur af hrifningu og ást, ýti frá með skynsemi og rökhyggju og fljóti bara um á vængjum ástarinnar.  Ég veit samt ekki af hverju ég er að skrifa þetta því mér líður þannig í dag að ég er fullur efasemda um að þetta gerist á þann veginn.   Ég útiloka meira að segja ekki það að ég búi einn með kútunum í mörg ár enn............Jæja, þetta gengur ekki.  Gerir mig bara dapran.   Best að hrista þetta af sér og elda morgunmatinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góður og fallegur draumur og pældu í því, að einhver brot af honum rættust, í hverju og einu sambandi. Mér líst líka best á að þú notir síðasta kostinn, ekkert að hugsa, bara leyfa hlutunum að gerast ef þeir eiga að gerast....

Jónína Dúadóttir, 13.10.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband