Kaupa menn straubretti?

    Þetta er sko búinn að vera flottur dagur eða það sem af honum er liðið.   Ég og litli kútur sváfum til kl 9 sem hefur bara ekki gerst í marga mánuði,  báðir úthvíldir og gullfallegir.   Ég var svo hissa þegar ég leit á klukkuna að ég átti ekki til orð.   Þvílík afslöppun.   Út vorum við komnir kl 10 og inn í Ikea kl 11.    Röltum þar um og versluðum nokkra hluti sem við töldum okkur vanta.  Lampi , sósupottur og lítið borð strau-bretti.  Ég vissi ekki hvort ég átti að taka það núna eða koma aftur dulbúinn því mér fannst það eitthvað svo hallærislegt að kaupa straubretti.  Það er bara í manni einhver bremsa á suma hluti sem geta sært karlmennskuna.  Ég veit þetta hljómar ömurlega og það get ég svarið að ég er ekki karlremba.  Ég elda, þvæ þvotta, strauja, ryksuga, skúra og kaupi mér rósir í blómavasa (þessu hefði ég átt að sleppa), bara til að lífga upp á tilveruna.  En þessi tilfinning kom samt yfir mig og reyndar líka þegar ég skrifaði þetta um rósirnar sem ég kaupi stundum.  Ég ætla að láta þetta standa þótt ég hafi verið byrjaður að stroka þetta út.  Það lesa þetta hvort eð er svo fáir.  Ég veit ekki af hverju þetta er svona.  Skítt með það.  Við feðgar fórum því næst á Mc Donalds, og svo rakleitt í Laugar þar sem ég átti frábæra æfingu, skíðaði í 40 mínútur og æfði maga og bak. 

     Eldri strákurinn fór í gær út á land til bræðra sinna og ætlar að vera þar fram á sunnudag.   Litli kútur er alltaf að fara inn í herbergið hans og kalla á hann svo það er greinilegt að eitthvað vantar í alla sæluna.   Við erum samt búnir að heyra í honum tvisvar í dag og klukkan aðeins orðin fjögur.

Læt þetta duga til kvölds.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert nú eiginlega bara að lýsa eðlilegri manneskju

Jónína Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Júdas

Hehehehe................hvað ertu að meina Jónína mín?   Hélstu að ég væri mjög óeðlilegur eða hvað?      Útskýrðu þetta fyrir mér takk.   Forvitnin er að drepa mig og af svarinu gæti ráðist hvort ég fari í Ikea á morgun og kaupi gervi-jólarósina sem ég girntist þar dag en hætti við.    Hvað gæti fólk haldið ef ég kæmi á kassann bæði með straubretti og gerviblóm? 

Júdas, 27.10.2007 kl. 17:46

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvaða máli skiptir það hvað aðrir hugsa og hvað öðrum finnst ? Þú skrifar um að það sé ekki eðlilegt að gera þetta og hitt, af því að þú ert karlmaður... Blehh..... mættu á kassann í Ikea með straubretti, gerfirós, bleikt handklæði og rósóttan púða í stofuna, blikkaðu afgreiðslukonuna og segðu henni í óspurðum fréttum að þú sért að byrja að búa, með gúmídúkku Hafa gaman drengur !

Jónína Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Fiðrildi

Mér finnst ég aldrei jafn svöl og þegar að ég fer í BYKO að versla skrúfur, nagla og svona "karla-drasl" . . tala nú ekki um smokkana (þá einu sem ég hef keypt ) á ESSO.  Hvíslaði því að afgreiðslumanninum sem gerði mér þetta sérlega erfitt með að spyrja hvernig.  Bara venjulega sagði ég.  Svo þegar að ég þurfti að nota þá kom í ljós að þeir voru með einskonar "göddum" . . . það hefur verið svona augljóst hvað ég var svelt!

Fiðrildi, 28.10.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 48619

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband