Blíðar strokur horfnar.

     Ég er búinn að vera haldinn algjörri bloggstíflu og engu vitrænu komið á blað.  Ég hef nokkrum sinnu byrjað en hrist höfuðið og hætt við og velt því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að fara að blogga um fréttir eða grófar skoðanir mínar á hinum og þessum málefnum.   Það var bara ekki hugmyndin á bak við þetta þegar ég fór af stað í upphafi því ég fæ ágæta útrás fyrir þesskonar vangaveltur í vinnunni.  Ég veit ekki hvort ég var búinn að nefna það en ég er alls ekki sígrátandi pung-gella útlítandi eins og lúlli nokkur laukur, grátbólginn og horugur út á kinnar.  Alls ekki.   Fæstir þeir sem þekkja mig myndu þekkja þessa hlið á mér en ég er bara að reyna mitt besta til að „sála“ mig í von um betri líðan.   Ég sagði einhvern tíman við fyrrverandi að ég þekkti varla dapurleika og upplifði gleði tilfinningu og sæluhroll á hverjum degi, jafnvel nokkrum sinnum á dag.   Ég sagði henni að ef sá dagur kæmi að ég fyndi ekki fyrir þessu færi ég að hafa verulegar áhyggjur.   Þær eru komnar því ég finn ekki fyrir þessari gleði daglega.   Það er samt ekki í gangi þunglyndi því þetta á eftir að lagast það er ég sannfærður um .  Ég sakna þess bara svo mikið að elska konu!   Þótt börn veiti manni ómælda gleði, hamingju og ást koma þær tilfinningar ekki í staðin fyrir hinar.   Eftirvæntingin, spennan, aðdáunin, umhyggjan, væntumþykjan, værðin .   Ég man að værðin var algjör og eftir slitin kom i mig eirðarleysi sem er þess valdandi að ég kem engu í verk og finnst lífið vera á langri bið.   Setningar eins og  „get ég gert eitthvað fyrir þig elskan“ eða „ á ég að hella upp á handa þér elskan“ heyrast ekki lengur,  blíðar strokur horfnar og öll umhyggjan sem mætti manni við hvert fótmál gengin burt.   Hversdagslegir hlutir sem ekki voru áberandi frá degi til dags og hefðu þá ekki farið á blað hrópa á mann í minningunni og bergmála í tómleika og söknuði.  Það er ástin sem ég sakna.  Hún verður samt ekki vakin upp,  búin til eða fengin að láni.  Hún hittir mann á förnum vegi,  mætir manni við furðulegar aðstæður eða snertir mann í hversdagsleikanum og ef það gerist verður það vart stöðvað.  Sé hún stöðvuð fylgir minningin viðkomandi alla tíð og hvílir í vitundinni eins og mara. 

Haustið er liðið og veturinn kominn.   Framundan er langur kaldur sálarvetur en niðurtalning hans er hafin nú þegar og gæti það eitt,  glatt dapran mann, frá degi til dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér líkar vel um hvað þú skrifar, það virðist koma beint frá hjartanu. Fyrst þegar ég fór að lesa bloggið þitt hvarflaði að mér, hvort þú gætir verið kona að þykjast vera karlmaður og ég er ekki að grínast. Pælingar eins og þínar eru til hjá öllum (vona ég) karlmönnum, það er bara ekkert "matsjó" að leyfa neinum að vita um þær. Það er ekki hollt að setja lífið á bið, þá missir maður af svo miklu góðu á meðan, en það er samt gott að setjast niður annað veifið og leyfa sálinni að ná manni....  Og hafðu það með þér inn í daginn, að eftir vetur kemur alltaf vor

Jónína Dúadóttir, 2.11.2007 kl. 07:25

2 Smámynd: Júdas

 Takk Jónína.  Ég er Karlmaður, meira að segja þrekinn, djúpraddaður..........og ekki vottur af samkynhneigð.   Ég neita því hinsvegar ekki að þegar ég vaknaði í morgun sá ég eftir þessari bloggfærslu og fór að hugsa um bloggmenningsálitið. 

Júdas, 2.11.2007 kl. 07:54

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bloggmenningsálitið skiptir alveg jafnmiklu máli og almenningsálitið, sem sagt engu máli  Svona leið þér og þú skrifaðir um það og ef einhverjum líkar það ekki má alltaf skrifa athugasemd, nú eða bara sleppa því.... Ég skrifa blogg mín vegna og fyrir mig, ekki fyrir aðra En þú ?

Jónína Dúadóttir, 2.11.2007 kl. 09:05

4 Smámynd: Fiðrildi

Mér finnst fallegt það sem þú segir og kannast vel við sömu tilfinningar.   það er ákveðinn þroski að vera heiðarlegur og einlægur hvað varðar mann sjálfan.  Flestir hafa ekki þennan þroska og eru uppteknir af að vera til að þóknast öðrum eða almenningsáliti.

Slakaðu á og njóttu hvers dags í þínu fallega lífi . . . það ótrúlegasta á eftir að gerast.  Hlakkaðu bara til þess og þá kemur það fyrr :) . . . og verður vel þess virði.

Fiðrildi, 2.11.2007 kl. 13:37

5 Smámynd: Júdas

Þið eruð ljúfar stelpur.   Fallega lífið verður stundum svo fjarlægt að manni finnst maður vera áhorfandi, sitja hjá og horfa á.

Júdas, 2.11.2007 kl. 19:11

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er bara eitt ráð við því, að standa upp úr áhorfendastúkunni og skella sér með í leikinn. Þú virðist líka vera ljúfur gæi og einhversstaðar þarna úti er einhver að bíða eftir þér. Njóttu þess nú að vera til þennan ágæta laugardag

Jónína Dúadóttir, 3.11.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 48671

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband