Ár væntinga og bjartsýni

     Nýtt ár, nýjar væntingar.   Það er alltaf eitthvað svo sérstakt við áramót, eins og maður hafi öflugri spyrnu til að spyrna sér áfram í flaumi væntinga og vona, langana og loforða, og í huga manns endur tekur maður í sífellu orðin „nú skal ég“ eða „ég ætla að „ og allt á þessu nýja ári sem eins og hvítvoðungur hefur varla opnað augun til að líta væntanlega þátttakendur augum í þessu 52ja vikna spretthlaupi sem framundan er.  Það er svo bara spurning um það í hvað viku manni verður það ljóst að þetta er áratuga langhlaup sem við erum þátttakendur í en ekki fárra vikna spretthlaup.

     Ég fer samt inn í þetta nýja ár fullur væntinga og bjartsýni því loforðalistinn minn telur nokkur atriði sem ég ætla svo sannarlega að glíma við bæði í „spretthlaupinu“ og „langhlaupinu“.  Þótt gærdagurinn hafi verið eins og mér finnst 1. hvers árs svo oft vera, þögull dagur uppgjörs og djúpra hugsana þar sem ég er ekki svo viss um hvort mér líður vel eða illa, tekur við  2. janúar þar sem endurnýjaður lífskraftur vona og væntinga er greinilega til staðar.

     Gamlársdagur var eilítið öðruvísi en ég átti von á.  Ég fékk símhringingu og var beðinn um að vera með litlakútinn um kvöldið og svo aðra hringingu þar sem ég var beðinn um að sækja hann bara sem fyrst.  Ég var auðvitað rosalega glaður því þá yrðum við feðgar þrír saman yfir áramótin.  Þegar ég sótti vininn sá ég að sumir aðrir voru ekki í sínu besta formi en lítið stafrænt skeyti til vinarlegs engils kom ungu konunni til hjálpar og var hún dregin úr hyldýpi slæmra hugsana til góðra vina í faðmlög og gleði.  Á nýjársdag fékk ég frá henni lítil skilaboð......einfaldlega „Takk“.     Er það ekki svona sem englar vinna?

    Við feðgar áttum yndislegt kvöld saman og mér fannst ég vera ríkasti maður í heimi.  Ég brosti allt kvöldið og faðmlög voru allsráðandi.  Það var svo gaman að horfa á þá bræður, báðir í svörtum buxum og hvítum skyrtum en stærðarmunurinn mikill því annar náði hinum varla í beltisstað.  Kærleikur og aftur kærleikur.  Við skutum engu upp sjálfir en fórum út og horfðum á og sá litli var alveg agndofa af hrifningu.   Unglingurinn fór síðan til vina sinna en við kútur sofnuðum í sófanum og ég kom okkur svo inn í rúm um þrjúleytið.

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir, ár væntinga og bjartsýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svo greinileg bjartsýni í gangi hérna Það er skal ég segja þér, svo agalega andskoti hollt og gott fyrir sálatetrið að fara helst langt yfir öll strik í bjartsýni og jákvæðni, svona í byrjun nýs árs

Jónína Dúadóttir, 2.1.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

...var ekkert búin úr viskubrunninum: ...það virkar eins og púðrið í flugeldinum

Jónína Dúadóttir, 2.1.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Júdas

Ekkert nema bjartsýni, það er á hreinu.

Júdas, 4.1.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband