Passa mitt eigið barn?

     Hann var heppinn gamli maðurinn í gærkveldi.  Ungakonan hringdi ofurstressuð og  spurði hvort þau mætti koma í kaffi, hún og kúturinn.  Auðvitað máttu þau það , mín var ánægjan, en eftir nokkra bolla stökk hún á dyr í sama stressinu en eftir varð kúturinn og um það samið að hann yrði í nótt og svo myndi ég sækja hann á fimmtudag en ekki föstudag.  Alltaf er maður að græða en þó hafði ég svolitlar áhyggjur af kútnum því hann er bara búinn að vera hjá mömmunni í þrjá daga og fannst mér hann sakna hennar þegar hún fór.  Hann hljóp út í eldhúsglugga upp á stól og horfði á hana keyra í burtu.  Ég kallaði á hann eftir svolitla stund því hann var enn í glugganum að horfa út og ég ímyndaði mér að hann væri að bíða eftir fallegustu og bestu mömmu í heimi.  Hann kom inn í stofu og tók gleði sína á ný þegar hann sá kubbana sína á gólfinu akkúrat þar sem hann hafði skilið við þá síðast.  Við tók kubbaleikur sem aldrei ætlaði að enda.

     Mér finnst alltaf óþægilegt þegar sagt er við mig „ertu til í að hafa“ eða „viltu passa fyrir mig“, þótt ég viti auðvitað meininguna finnst mér þessar setninga óþægilegar þegar barnið manns á í hlut.  Þetta er jú kúturinn okkar og það á ekki að þurfa að fara samningaleiðina eða biðja mig að „hafa“ hvað þá „passa“ mitt eigið barn.  Þar fyrir utan er þetta hans heimili eins og mitt þótt hann eigi tvö en ég aðeins eitt.  Ég þarf að laga þetta aðeins til alveg eins og þegar ég bað ungu konuna að hætta að segja takk þegar ég legði inn á hana peninga sem nota átti fyrir kútinn.  Ég er svo viðkvæmur fyrir þessu og hún veit það þessi elska.  Við gætum breytt þessu í „ég þarf að skreppa aðeins, má ég skilja kútinn eftir hjá þér........“ eða „ertu til í að leika við hann......getur þú fylgst með honum....hefur þú tíma til að vera með honum í kvöld........“.    Þarna er sennilega komin lausnin.  „Getur þú verið með honum í kvöld og nótt.......“ ,  mér líst best á það.   Það hljómar ekki eins og byrði eða einhver ölmusa enda njóta báðir og í raun allir.   Ég man að ég var viðkvæmur fyrir þessu líka gagnvart margrabarnamóðurinni og hún fann það.  Hún hringdi bara og sagði að kúturinn vildi vera hjá mér í nótt eða eitthvað í þá veruna og ég var sáttur.

     Hvort ég er geðveikur eða klikkaður nú eða svona ofur viðkvæmur legg ég ekki dóm á en það væri gaman að fá skilgreiningu þeirra sem lesa hvað það er sem veldur þessu.  Neikvæð comment líka þegin að sjálfsögðu.

    Gangið glöð inn í þennan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nei, þetta er einfaldlega rökrétt, ég passa ekki mín eigin börn, þau eru hjá mér ! Kannski er þetta samt óþarfa viðkvæmni í sjálfu sér, meiningin er sú sama eftir sem áður....  Ég virkilega reyndi að finna eitthvað neikvætt til að setja hérna en fann ekkert... gengur betur næst

Jónína Dúadóttir, 30.1.2008 kl. 08:52

2 identicon

jahérna Júdas..datt bara á bloggið þitt og las það upp til agna...

skemmtilega mannlegar pælingar..og já..vildi að fleiri pabbar væru eins þenkjandi...

hef nú ekki lagt það í vana minn að sms tryllast á eftir einhverjum...eða tryllast yfirhöfuð...spurning hvort það sé tími til kominn að breyta til?! Engill

múmínstelpan (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 11:18

3 identicon

Nei ég er alveg hjartanlega sammála þér. Maður passar ekki eigin börn. Finnst bara yndislegt að vita af karlmanni sem er svona "viðkvæmur" fyrir svona orðalagi. Annars hef ég oftast heyrt þetta orðalag hjá eldri konum eins og þegar amma gamla spurði systur mína hvar börnin væru og hvort maðurinn hennar væri að passa þau. Þar var staðan ekki einu sinni sú að þau væru gift og með sitt hvort heimilið. En þetta er voðalega ríkt í sumum að orða þetta svona. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta engin ofurviðkvæmni. Yrði sjálf mjög sár ef þetta væri orðað svona við mig.

Sé heldur ekkert neikvætt til að grýta í þig - hef bara alltaf mjög gaman af að lesa pælingarnar hjá þér  Vona að þinn dagur hafi verið (og sé) góður

Óla Maja (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Júdas

Munið bara stelpur að við karlmenn erum líka fólk, þótt við séum svona svalir ,  Það eru allar líkur á því að ef konan vill ekki láta bjóða sér upp á eitthvað varðandi barnið SITT,  ætti ekki að bjóða okkur upp á það heldur.....................

 Ágætar vangaveltur og takk fyrir kommentin.

Júdas, 30.1.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 48634

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband