Gjörbreytingaskeið karla

     Vinur minn, einn af þessum fáu hringdi.  Við hittumst sjaldan en vitum þegar við hittumst að við erum vinir.  Kaffibolli tvisvar til þrisvar í mánuði og létt spjall er meira en nóg.  Hann sagðist vera með furðulega beiðni, frá óþekktir konu.  Bíddu nú við.  Hvað var nú þetta?  Ég varð svolítið forvitinn en sýndi það þó með fálæti.  „Þannig háttar til, að ég kannast við konu frá gamalli tíð, reyndar kannaðist ég við manninn hennar fyrrverandi en vissi bara hver hún var í sjón.„  Þessi kona hafði hringt í hann og spurt hvort það væri ekki rétt að hann og Júdas væru kunningjar.  Hann játti því og hún spurði þá hvort nefndur Júdas væri konulaus, hún hafði séð hann oftar en einu sinni einan á rölti og fannst að það gæti verið.   „Rétt er það“ sagði félaginn og þá kom beiðnin.  „Vinkona mín frá útlöndum er í heimsókn hjá mér, búin að vera í hálfan mánuð og verður í nokkrar vikur til viðbótar og okkur langar svo til að hitta hann...........................heldurðu að hann sé til í það?“   Ég á ekki til orð.   „ Hvað viltu gera?“  Sagði vinurinn,  „á ég að láta þær fá símanúmerið þitt“.   Hmm, ég læt þig vita. Ætla að hugsa málið.  Ég má ekkert vera að einhverju svona.  Er með kútinn, er í mikilli vinnu og skóla að auki.   Svo skil ég ekki beiðnina.  Af hverju vilja þær hitta mig?   „Hún sagðist hafa séð þið og vitað af þér í nokkur ár og finnst þú svo myndalegur“.  Vinurinn hló.......“ertu hálfviti......þarftu að hugsa þig um.  Er ekki í lagi með þig?“   Jæja, láttu hana hafa númerið.  Ég get svo sem boðið þeim að drekka með mér kaffi heima í eldhúsi en ég nenni ekki að fara eitthvert út í bæ út af svona löguðu.   Málið dautt og við tókum upp léttara hjal.  

     Nú er liðin vika og engar fæ ég hringingarnar og ekki sms-in svo líklega verður ekkert af þessu en ég hlýt að vera að eldast úr því ég nenni ekki einhverju umstangi eða þá að breyta venjum mínum fyrir tvær myndalegar konur.  Líklega verð ég einn í langan tíma og sé bara fyrir mér forstofuástviðfyrstusýn eða máekkibjóðaþérvarðturninnástinni við þröskuldinn hjá mér.    Hvað er að mér?

Er ég á breytingaskeiðinu eða ættum við að kalla það  gjörbreytingaskeiðið?  

 

 

Hann trúði á trygglindi og ást

við taumleysi vild ekki fást,

Þótt þær væru tvær

þó hann væri ær,

Hann vild ekki utanhúss sjást.

 

Í forstofu frygðar var einn

með fordóma ekki við neinn.

Hann nennt'ekki út

og lifði í sút,

Hann var alltaf svolítið seinn.  

J.I


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ortir þetta sjálfur ! Æði !!!!

Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Júdas

heheheh, , ja.....mar.......ehhhhhhh, júdas getur þetta sko........

Júdas, 5.2.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Og Júdas má alveg gera meira af þessu sko !

Jónína Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 05:53

4 identicon

JÚDAS!!!!!  Ef ég næði í lurginn á þér núna myndi ég hrista þig meira en DUGLEGA til.....  Hvað ERTU að hugsa????  Þú ert eins og þeir sem eru alltaf að vonast til að VINNA í Lottó.... en kaupa aldrei miða!!! AAARRRGGG

Hvaða unglingastælar eru í þér???  Hver segir að það yrði að e-u alvarlegu, þrátt fyrir að þú hefðir boðið dömunum í kaffi á Hótel Borg eða e-m öðrum huggulegum stað?  Og ef að það hefði e-ð komið út úr því - þá gott mál, þú þarft á því að halda að hugsa um e-ð annað en þinn örugga heim og prinsana þína"

Ég veit að ég er ekki góð við þig núna, en þú þarft á "hristingi" að halda.

Hjartans bestu kveðjur og farðu nú að "kaupa" lottómiða    E.

Edda (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:31

5 Smámynd: Júdas

Úfff..........ehhh......takk, líklega.  Ég er bara svo mikill ræfill.  Vinna, kútast, læra, hella upp á kaffi.............ég er einfeldningur, ég er alltaf að segja það   Orðabókin segir að einfeldningur sé grunnhygginn, falslaus maður, heimskingi, kjáni.    Þær hljóta að fara að essemmessa á mig..................nú eða ekki!

Júdas, 6.2.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 48678

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband