Annar treystir á hinn og sá treystir á þá

     Þessir dagar eru fallegir.  Þótt hitinn sé ekki mikill úti er það sólin sem gleður og vermir upp svöl hjörtu og það er jú sá hiti sem fleytir okkur áfram jafnvel þótt kalt sé úti. 

     Við feðgar sváfum lengur í morgun en í gærmorgun.  Fórum fram um hálf átta sem verður að teljast nokkuð gott því í gær stökk hann framúr argur og heimtaði að gamli maðurinn kæmi með.    Þetta hafði verið eina nóttin í mánuðinum sem ég fór ekki að sofa fyrr en kl 02:30 út af lærdómi og lestri meðal annars svo minn var verulega þreyttur.  Á fætur fór ég og hreiðraði um okkur feðga í sófanum.  Klukkutíma síðar fannst mér út séð með það að hann myndi sofna og stökk í sturtu, klæddi mig og helti upp á kaffi.  Þegar ég leit svo inn í stofu var skæruliðakúturinn sofnaður, en ekki hvað.

     Í morgun var þetta því innan skynsemismarka, við sofnuðum á skikkanlegum tíma og fórum fram úr á viðráðanlegum tíma líka.   Ég laumaðist inn í herbergi unglingsins til að horfa á hann sofa eins og ég geri stundum á morgnanna, horfi á hann anda og dáist að honum.  Hann var ókominn heim þegar ég fór að sofa en ég heyrði hann koma ekki löngu síðar.

     Ég velti því fyrir mér áðan hvort ég þyrfti eitthvað að blogga þessa helgina því lífið hjá okkur er svo einfalt og venjulegt, uppákomu lítið og áfallalaust að lítið væri til að blogga um.  Sumir gætu haldið það slæmt og jafnvel leiðinlegt en ég þakka Guði fyrir öryggið og værðina.

 

     Leið okkar liggur út í borg sporanna á eftir þegar kúturinn hefur tekið sér blundinn sinn og jafnvel fyrr.  Við mundum fara troðnar slóðir sjá okkar eigin spor og spor annarra þekkt og óþekkt.  Hver veit nema við rekumst á múmínspor eða önnur bloggvinaspor, óþekktir huldufeðgar sem njóta kyrrðar og öryggis. Annar treystir á hinn og hinn treystir á Hann, þann sem lífið gaf.  Þriðji treystir á sig og gamlan mann.  Í þessu trausti fetum við okkur áfram mót skuggum framtíðar, í gegnum fyrirgefna fortíð, náðarinnar nútíð til fallegrar framtíðar.  Í henni verður það gamli maðurinn sem treystir á hina og hinir treysta á sig og Hann, þann sem lífið gaf.

 

   Gangið glöð inn í þennan fallega dag.

 

   Njótið dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Úr fjarlægðinni berast orðin "góðan daginn"  .

Anna, 30.3.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Ein-stök

Mikið ofsalega er þetta ljúf lýsing og góð hugsun inn í daginn  

Berst um á hæl og hnakka mín megin við að trúa á það bjarta og góða þar sem stórhríðin geysar bæði úti og inni

Ein-stök, 30.3.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einfalt og venjulegt er ekkert endilega leiðinlegt

Jónína Dúadóttir, 30.3.2008 kl. 14:27

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Í allan dag hefur vorið verið að ljóma.
Ég vaknaði snemma í morgun við  fótatak dagsins.
Við gluggann heyrðust himneskir söngur óma.
Hjarta mitt skalf við raddir fagnandi lagsins.

(Tómas Guðmundsson)

Linda Lea Bogadóttir, 30.3.2008 kl. 23:03

5 Smámynd: Guðný Bjarna

...."náðarinnar nútíð" ...náðin er vanmetið fyrirbæri og margir sem skilja ekki hvað er átt við...... hægt væri að umorða setninguna þína um náðina og væri hún þá einhvern vegin þannig.... "óverðskulduð gæði á líðandi stundu"..... já það eru svo margir sem taka ekki eftir gæðum lífsins...en ég held að Júdas sé ekki einn af þeim...

Guðný Bjarna, 31.3.2008 kl. 00:37

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Þú skrifar svo fallega. Ég bið um Bloggvináttu þína, svo að ég geti fylgst betur með nýjum færslum.

Sporðdrekinn, 31.3.2008 kl. 01:55

7 Smámynd: Júdas

Það er gaman að sjá og heyra að þið njótið jafnvel skrifanna sem mér finnst varla vert að birta.

Orðið "náð" segir svo mikið og er þó bara þriggja stafa, takk Guðný fyrir þetta comment.

Linda, Tómas er frábær og "fótatak dagsins" góð líking.

Sporðdreki, þú ert alltaf velkomin.

Ein, það er svo gott að koma inn úr kuldanum svo þú getur farið að hlakka til.

Jónína mín, sefurðu lengur í nýja húsinu? eða bara þreytt eftir súluna?

Anna, síðasta færslan þín var verulega falleg og ljós inn í daginn, takk fyrir það.

Júdas, 31.3.2008 kl. 08:00

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn minn kæri Það er búið að vera svo brjálað að gera að ég hef ekki einu sinni getað bloggað

Jónína Dúadóttir, 31.3.2008 kl. 08:06

9 identicon

..múmínstelpuspor...

múmínstelpan (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 16:48

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk Júdas, ég held að mér hafi loksins tekist að "sækja um" takkarnir voru eitthvað að stríða mér í gær

Sporðdrekinn, 1.4.2008 kl. 05:07

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag væni minn

Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 07:12

12 Smámynd: Fiðrildi

Fallegt.  Múmínsnáðar eru sætir . . og góðir.  Góða múmínhelgi

Fiðrildi, 1.4.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 48614

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband