Slefandi "perri" hlaupandi um Laugardalinn

     Ég var vaknaður klukkan fimm í morgun og greinilegt að æfingin í gærkvöldi hefur komið öllu á hreyfingu.  1. maí vara dagsetningin en þá yrðu æfingar settar í forgang enda skilaði ég síðasta verkefninu í gær og kyrrsetu þar með lokið.  Ég sé líka fram á að þurfa að hreyfa mig mikið með kútnum því við prufukeyrðum nýja hjólið hans í laugardalnum 1.maí og þvílík læti.  Ég hélt auðvitað að hann myndi hjóla í rólegheitunum enda óvanur og sá sjálfan mig fyrir mér í lakkskóm og síðum jakka rölta í rólegheitum á eftir honum í leit að augnsamböndum við fallegar einstæðar mæður í sömu sporum.  En það var sko ekki þannig.  Það var eins og kútnum hefði verið skellt upp í bremsulausan formúlubíl í meðvindi því vinurinn reykspólaði af stað og síðan vara bara „keyrt“................  Gamli maðurinn missti glansinn á augabragði, hlaupandi á eftir glannanum, hrópandi „BREMSA“, með frakkann þveran aftur fyrir sig svo Súperman hefði verið stoltur af.  Lafmóður og löðursveittur stormaði ég um laugardalinn og er sannfærður um að þær konur sem urðu vitni að þessu láta ekki sjá sig í Laugardalnum á næstunni en vafalaust hafa einhverjar þeirra hringt í lögregluna og kvartað undan lafmóðum, slefandi „perra“ hlaupandi um Laugardalinn!

     Ég uppgötvaði helstu galla göngustígakerfisins í Laugardalnum og ætti að skrifa lesendabréf í Moggann um þessa stíga.  Manni sýnist úr fjarlægð að þetta séu sléttir og láréttir stígar en það eru þeir sko ekki.  Þarna eru brekkur og ég er viss um að sumar þeirra eru nálægt 80° brattar, að minnsta kosti náði kúturinn þvílíkum hraða þarna niður og ný met í kútaakstri voru slegin í hverjum hring.  Svo tók ég eftir einu.  Meðfram sumum þeirra eru gróðursettir skaðræðis þyrnirunnar með sentimeters löngum göddum!  Hvaða vitleysa er það.  Í sumum beygjunum var óhjákvæmilegt að rekast í þá en ég slapp þó án teljandi meiðsla og kúturinn líka.  Það vantaði bara krókódílasíki þarna til að fullkomna þessa hallærislegu skaðræðisgöngustígastefnu.  Síðan vil ég fá hraðahindranir þarna og jafnvel þrengingar, blikkljós sem segja kútum hvað þeir séu komnir nálægt hljóðhraða........neyðarskýli fyrir formlaus gamalmenni jú og lífgunargræjur og súrefniskúta.  Það er því ekki um neitt annað að ræða en að koma sér aftur í gott form nú eða þá að skila kútahjólinu og kaupa handa honum „hjólahermi“ svo ég geti legið áhyggjulaus í sófanum með snakkpoka.

Málið er í nefnd og ekki vitað hvort kúturinn missir réttindi sín eða missi þátttökuréttin í „Ture de france“ fyrir byrjendur. 

Að öllu gamli slepptu þá stóð hann sig eins og hetja, datt aldrei, og hjólaði aldrei út af.  Honum er því fyrirgefið og líklegt er að almættið hafi komið þarna inn í og vakið Júdas af værum hreyfingalausum svefni því ný markmið hafa verið sett.

 

Njótið dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert frábær

Jónína Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Rebbý

snilld að lesa - eins og ávalt
er málið semsagt að fara í laugardalinn ef dömur vilja sjá einhleypa karlmenn hehehe

Rebbý, 4.5.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 48676

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband