Litlu atvikin.........

RegndroparÞetta er dagurinn!  Hann rignir allavega svo þetta hlýtur að vera hann.  Einn af þessu góðu dögum sem byrja vel og enda í  tómri gleði.  Eða hvað?   Ég er búinn að vera að bíða eftir einhverjum atvikum sem vert er að færa inn á bloggið en ekkert markvert gerist svo líklega verð ég bara að skrifa um litlu atvikin og hlutina sem þó veita manni alla þá gleði sem er manni drifkraftur frá degi til dags þótt  fáir taki eftir þeim.  Í gærkvöldi lá ég á teppi á stofugólfinu hjá mér og söng fyrir litla 2ja ára kútinn minn sem strauk blíðlega á mér hárið á meðan en danglaði í mig ef ég stoppaði.  Þeir eru fáir sem gefa mér bendingu um að syngja.   Eldri strákurinn leit inn í stofu og lét einhver orð falla um að koma þessu á youtube í flokkinn „funny“ en hann er líklega búinn að gleyma því hvað ég söng mikið fyrir hann við góðar undirtektir fyrir nokkrum árum.   Það er furðulegt hvað maður verður meyr með  árunum því ég sýni ekki miklar tilfinningar hvorki í reiði eða gleði og er það víst ættgengt segir sagan.  Eitthvað gengur nú til baka í þessu því í seinni tíð nægir mynd af vannærðu barni eða umtal um fátækt fólk  á íslandi til að koma tárum fram að augum eða kökk í hálsinn.  Meira að segja þegar ég skil litla kútinn minn eftir á leikskólanum á morgnanna og hann veifa glaðlega til mín fer um mig mikill söknuður og ég fæ þessar tilfinningar yfir mig.  Ég myndi samt  krossa við það á krossaprófi að ég væri harður nagli sem léti væmin smáatriði ekki hafa áhrif á mig en svona er þetta nú samt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 48626

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband