Stysta bænin

Ég man ekki hvenær mér var kennt að spenna greipar og biðja til Guðs almáttugs en það er hinsvegar eitthvað sem hefur í gegnum tíðina hjálpað mér mikið og hef ég allt frá barnsaldri orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að gera það bæði í blíðu og stríðu. Ég kenndi eldri stráknum mínum þetta en man svo sem ekkert sérstaklega eftir því en man þó að eftir venjubundinn lestur á kvöldin báðum við saman en þegar hann var mjög þreyttur bað hann mig að biðja fyrir sig.  Ég er búinn að vera að kenna litla kútnum mínum að spenna greipar og finnst honum það frábær „aðgerð“ að vefja svona furðulega saman puttunum og frábært hvað pabbi er klár í þessu.  Bænirnar eru hinsvegar stuttar því sá stutti sem aðeins er tveggja ára má ekkert vera að þessu.  Oftast er bænin ein eða tvær setninga sem byrja á Góði Guð........og enda á  amen eins og venja er.  Litli vinurinn talar nú ekki mikið en bænin hans er vafalaust ein sú einlægasta því þegar ég segi við hann að við skulum spenna  greipar og biðja fer mestur tíminn í að spenna greiparnar en síðan kemur bænin á fullu:  „Guj-men“ .  Þetta eru einu orðin sem  hann man og getur sagt en eru sögð í einlægni og allt lagt í þau.  Ég er sannfærður um að góður Guð heyrir þessa stuttu bæn og skilur hana.  Ég rifja upp orð Jesú á þá leið að við kæmumst ekki inn í himnaríki nema við yrðum eins og börn.  Æ hvað þessar elskur gefa manni mikið, og er ég þakkátur fyrir það að mér skuli hafa verið gefinn svona lítill kútur á gamals aldri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 48625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband