Líftryggingafélagið krafðist þess ekki........

 FitnessÉg fór á æfingu í morgun og þvílík gleði.   Trimmaði  í 40 mínútur, tók magaæfingar og pumpaði chestið og leið bara nokkuð vel á eftir.  Líklega bjargaði þetta deginum og ekki var verra að gamall kunningi í líkamsræktarbransanum gaf sig á tal við mig og spurði mig hvort það væri æft stíft þessa dagana.  Ég tók því þannig að honum fyndist að það hlyti að vera vegna þess hve vel útlítandi  ég væri en ekki vegna þess að hann teldi að læknirinn minn,  atvinnurekandinn eða líftryggingafélagið hefði krafist þess af mér  að ég gerði eitthvað í málunum.   Ég svaraði honum auðvitað sannleikanum samkvæmt að ég væri alltaf að reyna að koma mér í form en gengi illa og líklega þyrfti ég í endurhæfinu bæði hvað varðaði mataræðið og æfingaprógrammið.   Haldið þið að félaginn sem er vinsæll einkaþjálfari hafi ekki séð neyð félagans og boðist til að færa mér á morgun mataræðis prógramm og ef til vill æfingaprógramm líka.  Hann nefndi líka nokkur efni til að bæta í drykkjarbrúsann til að auka æfingaþrekið.   Mér veitti nú ekki af svona efni heima við bara til að koma mér á æfingu.   Þar liggur hundurinn oftast grafinn, en þegar inn er komið er eftirleikurinn oftast auðveldur. 

Ég var varla fyrr kominn heim til mín en unglingurinn laumaðist að mér og gaf mér selbita í hálsinn en það er merki um að hann vilji slagsmál.   Sú var tíðin að ég fór létt með svoleiðis og blés varla úr nös en í dag þarf ég að taka á honum stóra mínum og virkilega að hafa fyrir þessu þótt það sé enn þá þannig að unglingurinn endar undir og gamli maðurinn kófsveittur ofan á og á erfitt með að segja „ertu búinn að fá nóg smjörpungur“ .  Það er greinilegt að aldurinn segir til sín.    Unglingurinn á því láni að fagna að í föðurætt móður hans eru menn hávaxnir og þreknir og sýnist mér að drengurinn sæki þangað býsna marga þætti og verður bæði hávaxinn og þrekinn.   Eins gott því ef hann hefði sótt í ákveðin gen frá minni föðurætt hefði hann orðið lágvaxinn og renglulegur og virkilega þurft að hafa fyrir því að líta þokkalega út.   Svona er þessu misskipt.   Látum þetta duga í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er oft svo erfitt að rífa sjálfan sig upp á rassg.... en þegar maður svo gerir það loksins, þá er það minna mál en leit lengi út fyrir.....  Stendur þig vel !

Jónína Dúadóttir, 16.10.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 48618

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband