Sexí rödd!

     Vinkona mín (lofuð) hringdi í mig í gær og spjallaði.  Ég heyrði ekki þegar hún setti símann á speaker og eftir talsverðan tíma sagði hún mér það og að systir hennar sem ég veit ekkert hver er hefði verið að hlusta.   „Henni finnst röddin í þér sexí“  sagði hún því næst og ég gat auðvitað ekki svarað neinu nema „er það já“.   Það náði ekkert lengra en mér skildist að systirin væri líka lofuð og þetta var ekkert rætt meira.  Í dag lét ég þetta fara rosalega í taugarnar á mér.   Ég fór á æfingu í morgun,  hvítur og ógeðslegur og var alls ekki að fíla mig.   Gekk þokkalega að æfa en var pirraður út af mér í hvert skipti sem mér brá fyrir í speglum alveg niður í búningsklefa og reyndar alveg inn í bíl í  baksýnisspegilinn.   Ég velti því fyrir mér í dag hvað í rassgati það skipti mig að vera með sexí rödd.   Það kemur mér svo sannarlega ekki í samband við konur nema það sé símastefnumót frá A til Ö en mér skilst að símastefnumótin byrji bara á símablaðri en endi með stefnumóti og þar væri ég klárlega ekki að virka.  Í arabaríkjum gæti ég klætt af mér ljótleikann því ég held að augun í mér séu þokkaleg og þá myndi röddin ein fá að njóta sín óháð öðru þannig að þar liggja möguleikarnir.   Grímuball jú þar kæmi ég sterkur inn en ef það endaði með því að menn sviptu sig búningunum eins og stundum er gert færi ég halloka.    Hvað get ég gert?   Allar hugmyndir eru vel þegnar.  Ég gæti unnið aukavinnu við símasvörun og kemur þá rauðatorgið fyrst upp í hugann en ég fyllist efasemdum um leið og ég skrifa rauðatorgið.

Ég reikna með að síðar í vikunni verði ég ögn ánægðari með sjálfan mig því þannig er það yfirleitt.   Ég er sem sagt ekki „Forljótur“ í marga daga í einu en þó reglulega og óvenju slæmur núna......allavega í huganum og þar verða allar þessar hugsanir til.   Ég held ég ætti að hætta að blogga því þetta er algjör steypa og að mestu leyti væl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm... hættu þessu voli drengur og skelltu þér í brúnkuklefa og ég er ekki að grínast

Jónína Dúadóttir, 17.10.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: Júdas

Þú meinar  það já , ég þarf ekki nema tvo til þrjá ljósatíma til að verða talsvert brúnn en ætli það sé vandamálið?   Finnst þér að ég ætti að virkja röddina?

Júdas, 17.10.2007 kl. 21:25

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Prófaðu að líta í spegil og ímynda þér að þú sért að horfa á einhvern annan og þú kemst að því að eiginlega lítur þessi gaur ekkert svo illa út.... jafnvel bara nokkuð myndarlegur.....  Hm.... þetta með röddina...... sko ég er ein af þeim sem þarf að hafa allt orginal, mundi aldrei hringja í þannig línur... þar get ég ekkert ráðlagt þér, nema að fara ekki út í neitt sem þér finnst fyrir neðan þína virðingu  

Jónína Dúadóttir, 17.10.2007 kl. 21:40

4 Smámynd: Fiðrildi

Nú gef ég þér bara þá ræðu sem mér er alltaf gefin og ég á erfitt með að muna.  Fegurðin kemur innan frá. 

Eftir að hafa lesið bloggið þitt er ég sannfærð um að þú ert fallegur maður.  Hár eða lítill, rengla eða jötunn, mjór eða feitur, ljós eða dökkur . . . . skiptir engu.  Það sést á skrifum þínum að þú veist hvað í þér býr.  Vertu stoltur af því og vorkenndu hinum sem ekki kunna þig að meta.   Ótrúlegt að ég hafi sagt þetta . . . getur þú ekki svo sagt mér þetta :)

Fiðrildi, 19.10.2007 kl. 20:20

5 Smámynd: Júdas

Ég neita því ekki að ég var óvenju pirraður á mér þennan dag og vantaði bara helli-rigninu og góðan kaffibolla.   Þið eruð Indælar stelpur og Arna ,þetta eru falleg orð.  Takk fyrir það..........ég hef einhvertíman reynt að hughreysta þig og gæti átt eftir að gera það aftur  :)

Júdas, 19.10.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 48618

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband