Datt úr stuði.

    Ég á að vera að vinna að verkefni en ég datt úr öllu stuði áðan.   Ég veit ekki hvort ég er gramur, fúll, reiður, argur, illur eða bara óhress með þetta.  Barnsmóðir mín leit við áðan með kútinn minn sem er yndislegt en það sem ergir mig er að hún lítur á mig reglulega með svip sem ég kannast alveg við.   Það er svipurinn sem leiðir okkur á afvikinn stað  þar sem við  í tómri sælu svífum en í sumum tilvikum endar það jafn hratt og það byrjaði og skilur eftir sektarkennd og vanlíðan þrátt fyrir alla vellíðanina.   Ferlega erum við furðuleg.   Það pirrar mig að ég skuli sjá þessi merki,  en ekki geta skilgreint þau eða gengið út frá þeim vísum og gengið hreint til verks.   Ég veit ekki hvort þau eru daður, meðvituð eða ómeðvituð,  eða tómt rugl beint úr hausnum á mér.  Kannski langar mig bara í eitthvað sem ég hélt ég væri kominn yfir.........líklega sakna ég hennar bara, en ég vil samt ekki búa með henni.    Það er bara svo gott að hafa einhvern.  STOPP!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrrverandi... já þá er nú alltaf best að stoppa.

Ragga (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dugar aldrei lengi bara að hafa einhvern...been there done that...

Jónína Dúadóttir, 23.10.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Fiðrildi

common stelpur . . . það þarf ekki að vera að fyrrverandi sé bara einhver !  Kannski er þarna ást og væntumþykja til staðar þó svo að parið geti ekki búið saman.  Mér finnst þetta fallegt.   Að elska er alltaf fallegt . . . alveg sama hvort maður er elskaður tilbaka eða ekki.  

Fiðrildi, 25.10.2007 kl. 00:49

4 Smámynd: Júdas

Æi þetta er bara alltaf best með þeim sem maður þekkir en stundum fylgir svo mikill sársauki þessu.  Ég er farin að hlakka til næsta sambands því orkan sem fylgir því verður svo rosalega mikil.   Suma daga er ég grjótharður.....allt svo á því að vera alltaf maður einsamall en aðra daga er tilhlökkun og VON.   Von eftir fallegu nýju sambandi.  Held ég haldi í vonina.

Júdas, 26.10.2007 kl. 00:15

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nú líst mér á þig

Jónína Dúadóttir, 26.10.2007 kl. 07:03

6 Smámynd: Fiðrildi

 . . . grjótharður  hvernig missti ég af þessu ?

Fiðrildi, 20.11.2007 kl. 00:18

7 Smámynd: Júdas

 ehhhh,  ég sko er sko kominn yfir þetta sem betur fer. Ég held ég hafi bara slökkt á einhverjum rofum og hef gert það áður.  Óttast að ég skuli geta það en stundum er betra að slökkva en líða og þjást.  Ég horfi ekki í augun á henni og hún finnur það, er góður og ljúfur en forðast hana um leið.  Hún var farin að koma við of oft en er hætt því núna.

Júdas, 20.11.2007 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 48618

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband