Allt eða ekkert sagði sú fyrsta

    Ligg einn uppi í sófa, búinn að sofa í tvo tíma.  Eldaði kjúkling handa okkur feðgum fyrr í kvöld,  hann farinn út með vinum sínum.   Horfi á fólk elskast  á sirkusi kannast eitthvað við þetta en get varla rifjað það upp.   Man að mig langaði til að búa án konu en veit núna að mig langar til að búa með konu.  Bara ekki sömu konunni.   Langar í gott verður sól og blíðu en finn fyrir depurð og aðeins rigning getur fengið mig til að slaka á og líða betur.   Átti mér drauma um konu og börn en staðreyndin er konur og börn.   Allt eða ekkert  sagði sú fyrsta,   allt fyrir ekkert sagði svo önnur og allt verður ekkert sagði sú þriðja.   Ég þarf aðeins að skreppa sagði sú fjórða í fíkn, og þá er það upp talið.  Samt sakna ég góðu stundanna, bíð og vona, veit innst inni að þetta er einn stór hringur.  Fallegu stundirnar koma aftur,  haustið er hálfnað,  veturinn ef til vill langur en svo kemur það sem ég bíð eftir.  Á einum stað stendur:   „Legg mig sem innsiglishring við hjarta þér , sem innsiglishring við armlegg þinn.  Því elskan er sterk eins og dauðinn, ástríðan hörð eins og hel.  Blossar hennar eru eldblossar , logi hennar brennandi.  Mikið vatn getur ekki slökkt elskuna og árstraumar ekki drekkt henni.  Þótt einhver vildi gefa öll auðæfi húss síns fyrir elskuna þá mundu menn ekki gera annað en að fyrirlíta hann“.  „Í hvílu minni um nótt leitaði ég hennar sem sál mín elskar, ég leitaði hennar en fann hana ekki.“    Líklega verður þetta bara að vera svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Upp, upp mín sál....

Jónína Dúadóttir, 22.10.2007 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 48618

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband