Líkur á sambúð aukast um 12%

     Það var mikið að gera í vinnunni í gær eins og við var að búast en eftir hádegi fékk ég símhringingu frá ungu konunni um að kúturinn væri orðinn veikur.  Kominn með hita svo ég græjaði nokkra nauðsynlega hluti í poka og færði þeim heim, og gat þá faðmað litla eldhnöttinn minn að mér en hann sendi mér örlítið máttlaust bros, þar sem hann lá í sófanum þreyttur og heitur.  Nóttin hafði verið þeim erfið og þau sváfu því fram að hádegi í staðinn. 

     Í óveðrinu í fyrradag keyrði ég fram á gamla konu með innkaupatösku á hjólum  og  hélt hún dauðahaldi í staur og vera greinilega auðskelkuð í þessu brjálaða veðri.  Ég snéri við og stoppaði við hliðina á henni, stökk út og dró hana upp í bílinn.  Sú sagðist aldrei hafa lent í öðru eins og  ekki áttað sig á þessu vonda veðri sem þó var búið að tilkynna í útvarpi á öllum stöðvum.   Hún sagðist vera á leið í Hagkaup og keyrði ég hana þangað og bauðst til að bíða eftir henni á meðan hún verslaði.  Eftir smá þóf lofaði gamla konan því að taka leigubíl heim og óskaði mér Guðs blessunar svo ég hélt áfram leið minni niður á skrifstofu.

      Eftir vinnu var unglingurinn að vesenast með  gjöfina handa kærustunni og var að íhuga það að fara í blómabúð til að láta pakka henni inn en pabbinn fussaði og sveiaði yfir því og taldi sig nú geta komið þessu í pappír á meistaralegan hátt.  Unglingurinn efaðist og sagðist alveg eins geta slitið sambandinu við hana strax eins og að færa henni gjöf sem liti út fyrir að hafa farið í gegnum meltingarveg á belju.  Yfirlýsingarnar voru allsráðandi í korter en síðan lét hann undan fullur efasemda.  Pabbinn setti sig í stellingar og innstillti sig á mjúku línuna, setti Pál Óskar á fóninn og fletti létt í gegnum bókina hans Þorgríms Þráinssonar og  að nokkrum korterum liðnum stóð pakkinn meistaralega innpakkaður á borðinu, hlaðinn borðum og krullum svo gullfallegur að líkurnar á því að móðir stúlkunnar eða amma myndu heillast og reyna að hafa upp á gamla með sambúð í huga jukust um 12% sem verður að teljast nokkuð gott.  Unglingurinn var sáttur og sagði að þessi pakki hlyti að hafa farið hina leiðina  því hann væri bara nokkuð góður.   Ég reiknaði með að þetta væri hrós en er ekki alveg viss.

     Á döfinni er að klára innpakkanir og senda það sem þarf að senda  en hinsvegar ákvað ég að senda engin jólakort þessi jól einfaldlega vegna þess að ég nenni því ekki.  Ég reikna með því að í staðinn verði þau öll í stafrænu formi.

      Sunnudagur í dag,  þreyttur og ljótur,  allt svo ég........Hef ekki farið á æfingu í nokkra daga en borðað konfekt þá alla svo þetta hlýtur að vera í lagi! Júdas er sjálfum sér líkur og smá svik við sig verða að teljast hluti af norminu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Góður !!! :)

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 16.12.2007 kl. 08:57

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

12% hljóma stórkostlega, stráksi heldur alla vega kærustunni í bili og það er þér að þakka Ég trúi því ekki að þú sért ljótur af því að borða konfekt, það er nefnilega svo gott og þá líður manni svo vel og brosir og allir sem brosa eru fallegir og svo eru líka að koma jól og þá brosir maður ennþá meira og verður ennþá fallegri... anda...  Ég er búin að vera að "hugsa um" að drífa í að skrifa jólakortin, bæði fyrir mig og mömmu, síðan klukkan 6 í morgun... það hefst vonandi fyrir hádegi 

Jónína Dúadóttir, 16.12.2007 kl. 09:22

3 Smámynd: Júdas

Svik við gamlar konur verða aldrei liðin.............Júdas er ekki alvondur  

Júdas, 16.12.2007 kl. 23:31

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Og eftir skrifum hans Júdasar í gegnum tíðina, þá nálgast hann ekki einu sinni að vera smá-vondur

Jónína Dúadóttir, 17.12.2007 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband