Þau gengu tvö að sá í sama akur

     Við þráum og vonum en vökvum ekki og hlúum ekki að.  Við æðum áfram opin fyrir öllu og náum ekki að njóta nokkurs að fullu því værðina vantar. Mér finnst þetta ljóð Hannesar Péturssonar svo grípandi og lýsandi fyrir mig sjálfan, marga í kringum mig og jafnvel marga hér í bloggheimum.  Ef til vill á þetta við þig líka.

 

Þau gengu tvö að sá í sama akur

og sama vonin ríkti í hjörtum tveim.

Í djúpa mold þau dreifðu fræjum sínum

við dagslok báru tómar körfur heim.

 

Og ársæld létu í akur þeirra drjúpa

hin ilmi þungu dægur sumarlöng

með hlýja skúr og bjarta sól, uns blærinn

í bleikum, stórum öxum þeirra söng.

 

Þau gegnu ei framar út á þennan akur.

Svo undrafljótt og þó ei tregalaust

þau kvöddust þegar kominn var sá tími

að kornið mætti skera þetta haust.

 

Og akur þeirra beið uns varð hann vindum

og vertarfrosti og þungum snjó að bráð.

Þau fundu bæði á öðrum stöðum aðra

með öðrum var í nýjar moldir sáð.

 

Og fundum þeirra bar ei síðar saman.

En seinna löngu ef gerðist vinafátt

um langveg bar þau hugurinn að heiman

um hraun og fjöll og sitt úr hvorri átt.

 

Því nú var orðin gleði þeirra að gista

hinn gamla og næstum týnda akur sinn

og hlusta á vindinn hvísla lágt í grasi:

hérna bjó forðum allur draumur þinn.

 

     Þessi akur gæti verið gamla Þorpið mitt, úti á landi þar sem draumar mínir voru mér innrættir og allt snérist um þá í áratugi.  Allt í einu varð mér það ljóst að þeim var aldrei ætlað að rætast og síðar velti ég því fyrir mér hvort Júdas hefði kannski svikið sjálfan sig enn og aftur, drauma sína og þrár er hann flutti burt og fann sér nýja drauma, nýjar væntinga, nýjar þrár og nýja konu.........unga konu án fortíðar.  Að snúa baki við skuggum fortíðar er ekkert mál, en gæti ég hafa snúði baki við skuggum framtíðar sem mér er svo tíðrætt um?  Á ég eftir að mæta þeim tvíefldum og verður það gott eða slæmt?

 Guð einn veit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ljóðin hans Hannesar eru alltaf með hugblæ þess sem er fóstraður af þorpi og lifði sína fyrstu drauma þar.

Engin umgerð hæfir draumi betur en þorp.

Árni Gunnarsson, 16.12.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég lifði líka minn draum í þorpi og þar breyttist hann í martröð... en mér tókst fyrir rest að vakna upp af vonda draumnum..... Ég leyfi mér ekki lengur að láta mig dreyma... kannski þess vegna er ég bara verulega ánægð með lífið og tilveruna, hver veit ?

Jónína Dúadóttir, 17.12.2007 kl. 07:17

3 Smámynd: Júdas

Gaman að fá comment frá þér Árni og ekki síst um ljóðið.  Þótt hjá mér hafi vaknað mikill ljóðaáhugi þar sem hughrifin ráða för get ég ekki sagt að þekking á þeim sé til staðar og því gaman að fá svona comment.

Og þú elskan, Jónína, ég met þessa vináttu mikils því máttu trúa.  Pistlarnir þínir eru svo blátt áfram og tilgerðarlausir að það er greinilegt að þú átt yndislega tilveru.   

Júdas, 18.12.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 48675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband