Ef til vill fann Júdas leiðina

 

Nú andar næturblær um bláa voga.

Við bleikan himinn daprar stjörnur loga.

Og þar sem forðum vor í sefi söng

nú svífur vetrarnóttin dimm og löng.

 

Svo undarlega allir hlutir breytast.

Hver árin skipta svip og hjörtun þreytast.

Hve snemma daprast vorsins vígða bál.

Hve vínið dofnar ört á tímans skál.

 

Svo skamma stundu æskan okkur treindist.

Svo illa vorum draumum lífið reyndist.

Senn göngum við sem gestir um þá slóð,

sem geymir bernsku vorrar draumaljóð.

 

Og innan skamms við yfirgefum leikinn.

Ný æska gengur sigurdjörf og hreykin,

af sömu blekking blind, í okkar spor.

Og brátt er gleymt við áttum líka vor.

 

Og þannig skal um eilífð áfram haldið,

uns einhverntíma fellur hinsta tjaldið.

 

Tómas Guðm.

 

      Þetta ljóð sat í mér eftir ljóðalestur gærkveldsins og ef til vill vegna hugsana sem sóttu á mig eftir heimsóknina í Þorpið.  Ég keyrði þar um eins og vofa, þekkti engan og allsstaðar ný andlit, ný æska.   Stöku sinnum finnst mér ég þó kannast við einhvern en hann var ábyggilega ekki gráhærður eða sköllóttur og alls ekki svona hokinn svo líklega fór ég mannavillt.  Ég var ungur og þrek mitt óþrjótandi, glæstir draumar og ættarviðjar héldu í mig en þá mætti ég sjálfum mér, eða var það Júdas sem ég mætti?  Hver veit.

Ilmur stórborgarinnar gagntók mig og spor mín um þorpið hurfu.  Spor sem ég hélt að væru eilíf, spor sem ég hélt að yrðu fetuð af börnum mínum og komandi kynslóðum en ég hafði rangt fyrir mér eins og svo oft áður.   Ef til vill hef ég þó rétt fyrir mér með það að spor stigin til framtíðar liggi um sálarfylgsni sona minna eftir ljúfar stundir og ljúfa sigra í smábardögum hversdagsleikans.  Hver veit?

Ef til vill fann Júdas leiðina og hefur nú þegar lagt djúp spor sem ekki fennir yfir og ekki eru stigin til einskis.  Spor stigin í átt til skugga framtíðar,  spor til frelsis, spor til blessunar.

 

Njótið dagsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Öll þessi færsla er falleg og þú ert alveg á réttri leið, nema að einu leiti að því er mér finnst : Þó maður breyti til í lífinu, þá heitir það ekki endilega að svíkja...  Stundum verðum við einfaldlega að viðurkenna vanmátt okkar gagnvart einhverju í lífinu, sem er ekki það sama og að gefast upp og fara einhverja aðra leið....sem er ekkert endilega verri

Speki dagsins er í boði Grýlu gömlu í Fjallakofanum 

Jónína Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 09:38

2 Smámynd: Fiðrildi

 . . ég læri ótrúlega mikið af að hlusta á hana Jónínu.

Fiðrildi, 20.12.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Júdas

Það er alltaf gott að fá smá speki en þetta segir orðabókin um svik:

það að svíkja, fals, undirferli, prettur, vélræði

búa yfir svikum hér eru svik í tafli

upp koma svik um síðir

2

• það að rjúfa orð sín, heit, samning

• festarslit, það að slíta trúlofun

3

• skáldamál

missýn, skynvilla

Ég hallst á númer tvö og þrjú...........þar liggja svikin................

Júdas, 20.12.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Og eru ekki allir búnir að fyrirgefa þér svikin.... nema þú sjálfur kannski ?

Jónína Dúadóttir, 21.12.2007 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 48637

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband