Tré sem voru ágætlega vaxin niður

     Stressdagar landans eru nú að renna upp og fyrsti í stressi líklega í dag.  Ég stend nokkuð vel að vígi í þessu og jólatréð keypti ég í gær.  Eftir nokkrar símhringingar í unglinskútinn þar sem uppeldið sagði virkilega til sín fór ég einn að kaupa jólatré.  „Hvað er eiginlega að þér pabbi.........heldurðu að ég láti ekki vinnuna ganga fyrir? Berðu enga virðingu fyrir vinnunni minn?“....................svo ég fór einn.  Ég rölti  inn í Blómaval og vappaði þar um í þó nokkurn tíma og skoðaði áður en ég fór að jólatrjáa sölunni.  Inn á milli allra trjánna stormuðu eiginkonur og unnustur sem greinilega stjórnuðu þessum innkaupum, gripu í tré og kölluðu á karlpeninginn þegar þær fundu tré sem uppfylltu drauma þeirra og væntingar.  Stingandi augnaráð og hvassar raddir varð ég líka var við þarna og öfundaraugnaráð á tré náungans sem þær héldu fallegra en það sem þær héldu í sjálfar.  Ég upplifði mikinn pirring og hörfaði frá þessum kaupum og út í bíl.  Þegar heim var komið var ég ósáttur við að hafa ekki bara hlaupið inn í hauginn og valið mér tré en þá væri þessu bara lokið núna.  Klukkutíma síðar var ég aftur lagður af stað og ákvað að reyna aftur.  Það var rólegra yfir staðnum í þetta skiptið og ég gat rölt þarna um í rólegheitum, horfði yfir öll trén og reyndi að ná tilfinningasambandi við þau en illa gekk.  Nú hefði ég viljað eiga eina, unnustu eða konu og allt í lagi þótt hún væri skapvond eða hortug bara ef hún gæti valið þetta blessaða tré á augnabliki og við trítlað með það heim í hreiður. Jafnvel þótt það hefði tekið nokkra tíma að vinna hana aftur til gleði og hver veit nema kvöldið hefði endað í endalausri hamingju og við svifið á........................Púff..............besta að fara ekki nánar útí það.

      Ég tók eftir því að þau tré sem ég náði „augnsambandi“ við voru tré sem voru greinilega eitthvað afbrigðileg.  Tré sem voru ágætlega vaxin niður en eitthvað að toppstykkinu.  Þau máttu ekki vera of umfangsmikil, hið neðra, urðu að vera frekar há, en þó varð mér meira starsýnt á þau lægri, ekki mátti glitta of mikið í stofninn þannig að það varð að samsvara sér nokkuð vel og vera vel „greinað“ en toppstykkið var alltaf eitthvað afbrigðilegt þegar öllu hinu var náð.  Mér finnst ég hafa upplifað þetta áður en bara á öðrum vettvangi sem ég man bara ekki hvar í augnablikinu.  Eftir hálftímaleit stökk ég inn í hrúguna og greinilegt að einhverjir straumar höfðu myndast.  Út úr henni dró ég þetta gullfallega tré með vankað toppstykki en þeir voru þrír talsins.  Þarna var það og gæti klárlega uppfyllt drauma mína og væntingar þessi jólin.  Þegar heim var komið var ég ekki viss um að ég ætti að skera netið utan af því en það liggur í augum uppi að ef ég gerði það myndi þetta tré taka öll völd á heimilinu hjá mér og í stofunni.  Skarta sýnu fegursta fyrstu dagana en fara svo halloka og verða til tómra vandræða í lok tímabilsins.  Ferlega minnir þetta mig á eitthvað og topparnir þrír þeir gera það líka?   Jæja, tréð er fallegt og ég hlakka til að skera utan af því og ætla bara að láta vaða.

Hlakka til dagsins og svo byrjar auðvitað kútavikan kl 17.

Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég sakna þess að fara ekki lengur út í skógreit að höggva/saga mér tré.... Spúsi vill ekki lifandi jólatré og asninn ég lét það eftir honum Annars fínt bara, fellir ekki barrið, en er kannski aðeins of fullkomið... 

Jónína Dúadóttir, 21.12.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Fiðrildi

He he . . eitthvað kannast ég við þetta :)  Ég valdi tré á augabragði . . grannt að neðan og hátt en örlitið gisið að ofan.  Það var leyst á augabragði með að fjárfesta í tveimur fallegum gullfuglum og hreiðri sem njóta sín þar.  Ég stökk af stað fyrir viku með 4 börn í eftirdragi og einn hund.  Keypti tré af stærsta flokki og sá er ég kom að bílnum að ég hafði verið bjartsýn.  Sem BETUR FER var þar stór og feitur maður á range rover og glotti . . . he he þú kemur aldrei þessu tré inn væna . . . Jæja, sagði ég og rykkti trénu inn í einum rykk . . lokaði og ullaði á hann . . . í huganum

Fiðrildi, 22.12.2007 kl. 23:40

3 Smámynd: Júdas

Það er frábært að fara sjálfur og höggva sitt tré............það hef ég aldrei gert en hver veit nema það verði.

Tréð sem ég valdi var miklu stærra en ég átti vona á.  Þegar það var komið í fótinn snerti það loftið í stofunni.  Er nokkur hætt á að það stækki ef ég læt það standa í vatni ?  Hef nefnilega heyrt að neglur og hár vaxi á líkum fyrst eftir andlátið sko.  Verð að vera með þetta á hreinu því ég vil ekki að það bogni.

Júdas, 24.12.2007 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 48637

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband