Þá er þessum ágætu dögum lokið

     Þá er þessum ágætu dögum lokið.  Dögum sem setja allt á annan endann og þótt menn tali um að jólum sé ekki lokið fyrr en  á þrettándanum finnst mér allt þetta umstang snúast um  þessa tvo eða þrjá daga og þrátt fyrir áramótastemmninguna er hún einhvernvegin miklu afslappaðri á allan hátt.     Jólin fóru vel fram hjá okkur, síðasta skúringarstrokan var tekin um kl 15, og gamli sófinn borinn út rétt áður.   Unga konan mætti um hádegi og matseldin komin á fullt ekki löngu seinna.  Unglingurinn var ekki í neinu sérstöku jólaskapi enda coolið ofar öllu og varla hefur það verið til að auka það að hann fékk símhringingu eftir hádegi því móðir hans hafði gleymt að senda honum jólapakkana frá henni og hennar fólki svo ekki var von á þeim fyrr en eftir jól.  Ja hérna, og við erum bara að tala um Þorp úti á landi.  Vinurinn tók því bara vel að því er virtist en hver veit hvað leynist í sálarfylgsnunum.   Pabbi kútur var með varaleiðir í þessu eins og öllu öðru svo litlum pökkum frá kútnum og fleirum bættust í pakkastaflann undir trénu.  Annars er unglingskúturinn svo þroskaður í mörgu og nokkrum vikum fyrir jól nefndi hann það við mig að við feðgar ættum bara að sleppa öllu gjafaveseni, hann væri soldið blankur og honum fyndist að við ættum bara að njóta matarins og þess að vera saman og svo væri það alveg gefið að litli kútur þyrfti hjálp okkar við að opna alla þá pakka sem hann fengi og hefði varla orku í að opna.  Auðvitað keypti ég jólagjöf handa honum og það virtist koma honum á óvart en fyrr um daginn hafði einhver ónefndur „laumað“ að honum gjöf sem hann gat pakkað inn handa pabba sínum.  Ótrúlegt hvað hlutirnir geta gengið upp.     

     Eina vandamálið sem fylgdi þessum dögum var svona daginn eftir vandamál, en þá birtist unga konan aftur og erfitt þegar líða tók á daginn að verða einn aftur.   Margir hlutir rifjuðust upp fyrir mér og alveg borðliggjandi að einstæður faðir er ég og mun verða, allavega svo langt sem ég sé.  En það tókst á endanum.      

     Nú liggur þyngra á mér en margt annað hvort ég ætti ekki án þess að særa nokkurn að vera einn á gamlárskveldinu með unglingnum mínum og ef til vill kútnum ef okkur ungu konunni semst um það.  Við tekur hversdagsleiki, örlítið tómlegur en fegurð og birta undan genginnar snjókomu gæti lyft þessu upp.

   Njótið dagsins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fínir dagar, en ég er með það á hreinu að jólin eru alls ekki búin, í dag er sko þriðji í jólum Ég hef alltaf haft það fyrir sið að vera heima í rólegheitum á gamlárskvöld, þekki ekkert annað. Undantekning núna, ég er að vinna á gamlárskvöld frá klukkan 17 til 21 og líst bara vel á það

Gangi þér vel í dag

Jónína Dúadóttir, 27.12.2007 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 48637

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband