Gott kvöld gamli maður

     Þetta ljóð er búið að vera ofarlega í huga mínum undanfarið, því mér finnst tíminn líða svo hratt.  Innra með mér er alltaf sama barnið eða ungi maðurinn í grunninn en í farteskinu er þroski og reynsla undanfarinna ára.  Ekki grunaði mig það hér áður þegar ég horfði á eldra fólk að innra með því væri jafnvel barn,  óháð tíma og rúmi.

 

 

Ég var lítið barn

og ég lék mér við ströndina.

Tveir dökkklæddir menn

gengu fram hjá

og heilsuðu:

Góðan dag, litla barn,

góðan dag.

 

Ég var lítið barn

og ég lék mér við ströndina.

Tvær ljóshærðar stúlkur

gegnu fram hjá

og hvísluðu.

Komdu með ungi maður,

komdu með.

 

Ég var lítið barn

og ég lék mér við  ströndina.

Tvö hlæjandi börn

gengu fram hjá

og kölluðu.

Gott kvöld, gamli maður,

gott kvöld.

 

Steinn Steinarr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst þetta ljóð vera snilld.... það segir allt í örfáum orðum..... Var samt að verða búin að fá æluna upp í háls af því að hlusta lagið fyrir jólin... Þegar ég er að vinna keyri ég á milli staða á 1/2-2 tíma fresti og kveiki þá á útvarpinu í bílnum og ég get svo svarið það, að það voru margir dagar í röð, þar sem þetta lag var það eina sem ég fékk að heyra.... En textinn stendur samt alltaf fyrir sínu

Jónína Dúadóttir, 28.12.2007 kl. 07:18

2 Smámynd: Júdas

 það má nú öllu ofgera.   Ég man eftir laginu en finnst ljóðið fallegra eitt og sér.   Það byrjar öll erindin á "Ég var lítið barn" sem er eitthvað svo satt og rétt í þessu.

Júdas, 28.12.2007 kl. 21:38

3 Smámynd: Anna

Ég les og les ........  Þetta er auðvitað landsþekkt -  var á mínu æskuheimili á 45 snún.plötu með Kristínu Ólafsdóttur.   Við vorum tvö sem sungum þetta við undirspil  - upptaka til á símanum mínum, ég segi ekki alveg ölum til ómældrar ánægju . Ekki undirspilaranum sem þykist ekkert kunna  en er snillingur samt.

Anna, 27.3.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 48636

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband