Engar andlitsfæðingar

     Það var þungur og stirður líkami sem staulaðist fram í morgun langt á undan huganum sem átti að fylgja honum og gjörsamlega eins og  ekið hefði verið yfir hann á flutningabíl með tengivagni.  Rosalega var þetta erfitt, óvenju erfitt og ég sem er yfirleitt svo ferskur á morgnana.  Náði nú samt fram á bað að losa tankinn og reyndi eftir bestu getu að líta ekki í spegil svona rétt til að ég þyrfti ekki á áfallahjálp að halda og til að ég þyrfti ekki að bæta einhverjum geðlyfjum við pensilínið og 100.000 mg verkjalyfin.  Ég er sannfærður um að þessi morgunýlda er lyfjakúrnum að kenna því þetta var óvenju slæmt.  Núna klukkutíma síðar og eftir eina könnu af kaffi ásamt pillum finnst mér ég til í nánast allt nema kannski að koma fram nakinn og þá meina ég nakinn í framan.   Samt voru engar andlitsfæðingar í gær þannig að þetta fer líklega skánandi og þessi hugmynd mín um að ég væri að taka fegurðarkipp féll um sjálfa sig í morgun þegar ég áræddi loks að líta í spegil.  Aðeins móðir mín hefði getað látið út úr sér einhverjar setningar um að ég væri svo fallegur á morgnana  en þó óvíst að læknavísindin væru komin fram með lyf sem gætu valdið þesskonar aukaverkunum.   En nóg um þetta.   Framundan er dagur og ef til vill bara venjulegur og hversdagslegur dagur og óvíst að hann bjóði upp á eitthvað betra en hann gerði í gær.

     Þetta veðurfar er auðvitað fyrir neðan allar hellur og það eru vonbrigði að hafa fyrir mörgum árum yfirgefið Þorpið meðal annars vegna ömurlegrar veðráttu til þess eins að fá þetta í andlitið í Borginni góðu.  Svona veðurfar á einfaldlega ekki heima hérna og er ábyggilega ekki á stefnuskrá borgaryfirvalda.  Ég ætla því að vera einrænn og fúll í dag,  ætla ekki að raka mig, ekkert að brosa og láta aðeins frá mér stuttar setningar sagðar í leiðinlegum tónum.  Semsagt,  vera eins og sannur Þorpsbúi er við ókunnuga og utanbæjarmenn.  Ég finn þó fyrir gleðitilfinningu við þessa ákvörðun en ætla að kæfa hana í fæðingu.

     Kútinn minn yngri hef ég ekki séð síðan á laugardag en þó heyrt í honum tvisvar í síma og í gærkveldi sagði unglingskúturinn mér að hann saknaði svo bróður síns og spurði mig hvort hann yrði í heila viku í burtu.  Við sækjum hann á föstudag svo það styttist í það.

Mæli með lyfjalausum degi ef hægt er og hafið hemil á gleðitöktum því þeir geta verið smitandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag Ef ég gæti nú komið mér upp góðu meðvirknikasti, skyldi ég gera mitt besta til að halda í skefjum gleði minni yfir lífinu og tilverunni og sjálfri mér.... Nei ég er bara að ljúga Notaðu fjand... pillurnar, þetta er verst fyrst, svo versnar það.... áður en það fer að batna aftur ! Djúúúpt ?

Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Signý

ohh.. ég fíla þennan snjó svo vel... en þá er svo gaman í vinnunni you see... Það er náttúrulega fyrir neðan allar hellur að vera að borga fullorðinni manneskju laun fyrir að haga sér eins og smábarn.. En svo kemur líka svona birta með snjónum... snjórinn hressir bætir og kætir

Ég allavega tek snjó framyfir þessa helvítis rigningu anytime... sérstaklega svona á þessum síðustu og verstu tímum á veturna...

Annars skil ég svo vel þessa slappleika,þreytu, ég-nenni-ekki-að-anda tilfinningu.. alveg merkilega erfið

hef a næs dei!

Signý, 16.1.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Júdas

,  Ég verð að játa að ég brosti nokkrum sinnum í dag og ýldan varð ekki eins mikil og ég hafði vonað.   Snjórinn er alveg í lagi Signý en á bara að vera í bláfjöllum og í sjónvarpinu.

Jónína, pillurnar hef ég tekið í allan dag samkvæmt fyrirmælum og reikna svo bara með að fara á Vog um mánaðarmótin til að ná mér niður

Júdas, 16.1.2008 kl. 17:22

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bið að heilsa á Voginn

Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 48672

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband